Margir hafa áhyggjur af kynþáttaníði á HM í Rússlandi enda gerist það því miður æði oft að leikmenn lendi í slíkum uppákomum í fótboltaleikjum þar í landi.
Bara síðast í mars var rússneska knattspyrnusambandið sektað þar sem áhorfendur voru með kynþáttaníð í garð hörundsdökkra leikmanna franska landsliðsins.
Varnarmaður enska landsliðsins, Danny Rose, segist vera orðinn ónæmur fyrir níðinu úr stúkunni og hefur þess utan enga trú á kerfi fótboltayfirvalda. Rose hefur sagt fjölskyldu sinni að koma ekki til Rússlands því það geti átt von á öllu þar.
Því hefur eðlilega verið velt upp hvað lið eigi að gera ef leikmenn verða fyrir kynþáttaníði á HM. Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate, fékk þessa spurningu í gær.
„Í fullkomnum heimi myndum við labba af velli en það myndi þýða að okkur yrði hent heim af mótinu. Ég held að leikmenn hafi ekki áhuga á því þeir hafa æft alla ævina til þess að spila á HM,“ sagði Southgate.
Leikmenn enska landsliðsins hafa rætt þessi mál sín í milli og ætla að bregðast við á einhvern hátt ef svona kemur upp á. Þó ekki með því að labba af velli.
Enska landsliðið mun ekki ganga af velli ef leikmenn liðsins verða fyrir kynþáttaníði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hér er allt mögulegt“
Fótbolti


Dramatík á Hlíðarenda
Handbolti

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið
Körfubolti


Van Dijk fær 68 milljónir á viku
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn



Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig
Handbolti