7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 11:00 Mário Américo meðhöndlar Pele á HM. Vísir/Getty Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. Hann hefur verið kallaður tólfti maðurinn í fyrstu sigurgöngu Brasilíumanna en titlarnir 1958, 1962 og 1970 eru fyrstu heimsmeistaratitlar Brassanna. Þegar sá fyrsti vannst á HM 1958 í Svíþjóð var brasilíska þjóðin búin að bíða lengi og upplifa mikil vonbrigði ekki síst á heimavelli átta árum fyrr. Það var einmitt þá, á HM í Brasilíu 1950, sem fyrrum boxari bættist í starfslið brasilíska landsliðsins og fór að nudda þreytta fætur leikmanna liðsins. Hann hafði menntað sig í íþróttameiðslum eftir að boxhanskarnir fóru upp á hillu og hafði starfað í að verða áratug með brasilískum fótboltafélgöum. Mário Américo var hinsvegar miklu meira en nuddari brasilíska landsliðsins. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Leikmennirnir kölluðu hann Mário frænda og hann hélt þeim ekki aðeins gangandi líkamlega heldur einnig andlega enda risastór og skemmtilegur karakter. Á þessum árum var umgjörðin í kringum landsliðin allt önnur og minni en hún er í dag. Í dag eru ótal læknar, sjúkraþjálfarar og nuddarar í kringum landsliðin í þá daga voru hlutirnir öðruvísi. Mário Américo varð að stórstjörnu og þá sérstaklega í heimalandinu. Hann vakti líka það mikla athygli á heimsvísu að hann birtist í evrópskum auglýsingum í kringum heimsmeistarakeppnina. Eftir að nuddaraferlinum lauk nýtti hann vinsældir sína í stjórnmálunum og var kjörinn inn á þing. Hver gat ekki annað en tekið eftir þessum þrekmikla manni sem hljóp inn á völlinn með vatnsfötu og hið fræga leðurbelti þar sem finna mátti hin ýmus undrasmyrsl flest sem Mário átti að hafa útbúið sjálfur. Mário Américo var 38 ára gamall þegar hann var með brasilíska landsliðnu á HM í heimalandinu 1950 og hann var 62 ára gamall á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. Á þessu 24 ára tímabili missti hann ekki af einum leik hjá brasilíska landsliðinu á HM og upplifði bæði mikla gleði og mikla sorg. Á sjö heimsmeistaramótum í röð fékk hann að fylgjast með sögulegum skrefum brasilíska landsliðsins og umgangast bestu fótboltamenn heims í návígi.Byrjunarlið Brasilíu á HM 1958.Vísir/GettyMário Américo var svo stór hluti af brasilíska landsliðinu að hann stillti sér upp með liðinu á liðsmynd fyrir leik eins og sjá má hér fyrir ofan á HM í Svíþjóð 1958. Þjálfarinn liðsins eða aðrir aðstoðarmenn voru hvergi sjáanlegir. Þar voru aðeins þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu og svo hinn eini sanni Mário Américo. Mário Américo fékk fljótlega viðurefnið Bréfdúfan vegna þess að þjálfarar stunduðu það að láta hann hlaupa inn á völlinn með skilaboð til leikmanna. Leikmenn liðsins jafnvel þóttustu meiðast til að Mário kæmist inn á völlinn með skilaboð frá þjálfaranum.Mário Américo fagnar með brasilíska fánann eftir úrslitaleik Hm 1958.Vísir/GettyFrægasta sagan af Mário tengist þó úrslitaleik HMN 1958 sem fór fram á Råsunda-leikvanginum í Stokkhólmi. Brasilíumenn voru þá með frábært lið eins og oft áður en nú voru þeir komnir með sautján ára undrabarn í Pele og fóru í fyrsta sinn alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir leikinn fékk Mário skipun frá formanni brasilíska sambandsins um að ná keppnisboltanum sem notaður var í úrslitaleiknum. Það var hinn sautján ára gamli Pele sem innsiglaði sigurinn með fimmta marki Brassana og öðru marki sínu. Markið kom í uppbótartíma og dómari leiksins flautaði leikinn af í kjölfarið. Mário Américo hafði ekki aðeins verið að vakta meiðsli sinna manna í úrslitaleiknum því hann hafði einnig verið að hugsa upp leið til að ná keppnisboltanum. Í allri dramatíkinni í leikslok þá nýtti hann tækifærið, sló boltann úr höndum dómarans og hljóp með hann inn í klefa með sænsku lögregluna og fulltrúa FIFA á hælunum. Mário Américo tókst hinsvegar að leika á alla. Hann kom keppnisboltanum í felur ofan í poka með óhreinum fötum og náði síðan í annan samskonar bolta sem hann afhenti síðan þegar lögreglan og fulltrúar FIFA mættu í klefann. Brasilíumenn fóru því ekki aðeins heim með heimsmeistarabikarinn heldur líka keppnisboltann, þökk sé Mário Américo.Hér má lesa meira um þennan merkilega mann. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. Hann hefur verið kallaður tólfti maðurinn í fyrstu sigurgöngu Brasilíumanna en titlarnir 1958, 1962 og 1970 eru fyrstu heimsmeistaratitlar Brassanna. Þegar sá fyrsti vannst á HM 1958 í Svíþjóð var brasilíska þjóðin búin að bíða lengi og upplifa mikil vonbrigði ekki síst á heimavelli átta árum fyrr. Það var einmitt þá, á HM í Brasilíu 1950, sem fyrrum boxari bættist í starfslið brasilíska landsliðsins og fór að nudda þreytta fætur leikmanna liðsins. Hann hafði menntað sig í íþróttameiðslum eftir að boxhanskarnir fóru upp á hillu og hafði starfað í að verða áratug með brasilískum fótboltafélgöum. Mário Américo var hinsvegar miklu meira en nuddari brasilíska landsliðsins. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Leikmennirnir kölluðu hann Mário frænda og hann hélt þeim ekki aðeins gangandi líkamlega heldur einnig andlega enda risastór og skemmtilegur karakter. Á þessum árum var umgjörðin í kringum landsliðin allt önnur og minni en hún er í dag. Í dag eru ótal læknar, sjúkraþjálfarar og nuddarar í kringum landsliðin í þá daga voru hlutirnir öðruvísi. Mário Américo varð að stórstjörnu og þá sérstaklega í heimalandinu. Hann vakti líka það mikla athygli á heimsvísu að hann birtist í evrópskum auglýsingum í kringum heimsmeistarakeppnina. Eftir að nuddaraferlinum lauk nýtti hann vinsældir sína í stjórnmálunum og var kjörinn inn á þing. Hver gat ekki annað en tekið eftir þessum þrekmikla manni sem hljóp inn á völlinn með vatnsfötu og hið fræga leðurbelti þar sem finna mátti hin ýmus undrasmyrsl flest sem Mário átti að hafa útbúið sjálfur. Mário Américo var 38 ára gamall þegar hann var með brasilíska landsliðnu á HM í heimalandinu 1950 og hann var 62 ára gamall á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. Á þessu 24 ára tímabili missti hann ekki af einum leik hjá brasilíska landsliðinu á HM og upplifði bæði mikla gleði og mikla sorg. Á sjö heimsmeistaramótum í röð fékk hann að fylgjast með sögulegum skrefum brasilíska landsliðsins og umgangast bestu fótboltamenn heims í návígi.Byrjunarlið Brasilíu á HM 1958.Vísir/GettyMário Américo var svo stór hluti af brasilíska landsliðinu að hann stillti sér upp með liðinu á liðsmynd fyrir leik eins og sjá má hér fyrir ofan á HM í Svíþjóð 1958. Þjálfarinn liðsins eða aðrir aðstoðarmenn voru hvergi sjáanlegir. Þar voru aðeins þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu og svo hinn eini sanni Mário Américo. Mário Américo fékk fljótlega viðurefnið Bréfdúfan vegna þess að þjálfarar stunduðu það að láta hann hlaupa inn á völlinn með skilaboð til leikmanna. Leikmenn liðsins jafnvel þóttustu meiðast til að Mário kæmist inn á völlinn með skilaboð frá þjálfaranum.Mário Américo fagnar með brasilíska fánann eftir úrslitaleik Hm 1958.Vísir/GettyFrægasta sagan af Mário tengist þó úrslitaleik HMN 1958 sem fór fram á Råsunda-leikvanginum í Stokkhólmi. Brasilíumenn voru þá með frábært lið eins og oft áður en nú voru þeir komnir með sautján ára undrabarn í Pele og fóru í fyrsta sinn alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir leikinn fékk Mário skipun frá formanni brasilíska sambandsins um að ná keppnisboltanum sem notaður var í úrslitaleiknum. Það var hinn sautján ára gamli Pele sem innsiglaði sigurinn með fimmta marki Brassana og öðru marki sínu. Markið kom í uppbótartíma og dómari leiksins flautaði leikinn af í kjölfarið. Mário Américo hafði ekki aðeins verið að vakta meiðsli sinna manna í úrslitaleiknum því hann hafði einnig verið að hugsa upp leið til að ná keppnisboltanum. Í allri dramatíkinni í leikslok þá nýtti hann tækifærið, sló boltann úr höndum dómarans og hljóp með hann inn í klefa með sænsku lögregluna og fulltrúa FIFA á hælunum. Mário Américo tókst hinsvegar að leika á alla. Hann kom keppnisboltanum í felur ofan í poka með óhreinum fötum og náði síðan í annan samskonar bolta sem hann afhenti síðan þegar lögreglan og fulltrúar FIFA mættu í klefann. Brasilíumenn fóru því ekki aðeins heim með heimsmeistarabikarinn heldur líka keppnisboltann, þökk sé Mário Américo.Hér má lesa meira um þennan merkilega mann.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti