Fótbolti

Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…”

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi horfir á eftir boltanum í kvöld.
Gylfi horfir á eftir boltanum í kvöld. vísir/vilhelm
Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi.

Ísland komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Kára Árnasyni og Alfreð Finnbogasyni en Gana minnkaði muninn á 66. mínútu með marki Kassim Nuhu eftir hornspyrnu.

Ganverjar voru ekki hættir því þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Thomas Partey, miðjumaður Atletico Madrid, metin og lokatölur 2-2.

Okkar menn halda því á HM með jafntefli í farteskinu en á laugardaginn flýgur liðið til Gelendzhik í Rússlandi þar sem liðið mun dvelja á meðan mótinu stendur.

Fyrsti leikurinn er svo á laugardaginn eftir viku er liðið mætir Argentínu en notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leiknum í kvöld.

Hér að neðan má sjá brot af því besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×