Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. júní 2018 22:34 Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á miðjunni í kvöld þegar íslenska landsliðið gerði 2-2 jafntefli við Ganverja í síðasta vináttuleiknum í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Íslenska þjóðin hefur haft miklar áhyggjur af líkamlegri heilsu Gylfa Þórs enda hefur hann verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur. Hann er allur að koma til og kveðst sannfærður um að hann verði fullkomlega klár í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi. „Heilsan er mjög góð. Mér líður bara fínt. Ég er svolítið þreyttur en bara í fínum málum. Þetta var frekar hægur leikur en formið er ágætt. Ég næ að æfa í viku í viðbót og verð þá í toppstandi,“ sagði Gylfi eftir leikinn í kvöld. Gylfi segir að mikill munur hafi verið á spilamennsku íslenska liðsins á milli hálfleika og telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Það var mjög dauft yfir okkur í seinni hálfleik og allt mjög hægt. Menn voru kannski að halda aftur af sér; hræddir um tæklingar og meiðsli þegar það er svona stutt í mót. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en langt frá okkar besta í síðari hálfleik.“ „Við spiluðum bara mjög vel í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikla hættu fram á við og leyfðum þeim mjög lítið. Við vorum þéttir til baka. Svo var þetta allt öðruvísi í síðari hálfleik,“ Íslenska liðið tapaði fyrir Noregi á dögunum en Gylfi segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Ganverjar eru betri tæknilega og eru sóknarsinnaðri. Þeir eru ekki jafn góðir varnarlega og þó þeir séu mjög sterkir líkamlega eru þeir ekki jafn harðir og Norðmenn. Þetta var fínn undirbúningur. Við náðum að spila á mörgum leikmönnum og margir fengu sénsinn. Ég held að það séu allir heilir svo þetta var bara fín vika,“ sagði Gylfi í viðtali við Arnar Björnsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18