Birkir: Ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 22:41 Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31
Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35
Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10