Birkir: Ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 22:41 Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Birkir Bjarnason var að vonum ánægður með fyrri hálfleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Gana í lokaleik liðsins fyri HM í Rússlandi. Hann var ekki jafn ánægður með þann seinni en segir að leikmenn liðsins verði með allt á hreinu í fyrsta leik á HM. „Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Sköpuðum mikið og vorum þéttir varnarlega,“ sagði Birkir í samtali við Arnar Björnsson eftir leik en Ganverjar komust varla að í fyrri hálfleik og leiddi Ísland 2-0 í hálfleik.Sjá einnig: Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknumÞað seig þó á ógæfuhliðina í þeim seinni þar sem Ganverjar náðu að jafna fyrir lok leiksins gegn íslenska liðinu sem virkaði þreytt á lokaspretti leiksins. „Það er korter í mót og við viljum allir vera heilir,“ sagði Birkir um ástæður þess að landsliðið gaf eftir forystuna í seinni hálfleik. „Það er kannski skiljanlegt að við dettum aðeins í seinni hálfleik. Við erum með 2-0 og missum kannski aðeins einbeitinguna en við þurfum ekkert að hugsa neitt neikvætt um þennan leik. Við förum fullir sjálfstrausts í þetta mót,“ sagði Birkir.Sjá einnig:Sjáðu Aron Einar taka spretti eftir leik Segir hann að stemmningin í hópnum sé góð fyrir heimsmeistaramótið en landsliðið flýgur út á laugardag til Rússlands, þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir fyrsta leikinn í D-riðli fer fram, gegn silfurliði síðasta HM, Lionel Messi og félögum í Argentínu. Segir Birkir að í Rússlandi muni alvaran taka við og þá verði andstæðingarnir ekki teknir neinum vettlingatökum eins og mögulega var raunin gegn Noregi og Gana í lokaleikjunum fyrir HM. „Það verður ekki hoppað úr neinum tæklingum í Rússlandi.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31 Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35 Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Hannes: Við erum hundsvekktir Hannes Þór Halldórsson fagnaði því að komast heill í gegnum leikinn eftir að hafa misst af síðasta landsleik vegna meiðsla. 7. júní 2018 22:31
Heimir: Aron verður klár fyrir Argentínu Ég er ekki í nokkrum vafa um það, segir landsliðsþjálfarinn. 7. júní 2018 22:35
Einkunnir Íslands: Stjarna Gylfa Þórs skein skærast Vísir gefur leikmönnum Íslands einkunn fyrir sína frammistöðu í leiknum í kvöld líkt og venjulega. 7. júní 2018 22:10