Hólmar: Þægilegt að spila bakvörð í þessu liði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. júní 2018 23:00 Hólmar Örn í baráttunni í kvöld. vísir/vilhelm Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart að sjá Hólmar Örn Eyjólfsson byrja í stöðu hægri bakvarðar í liði Íslands í vináttulandsleiknum gegn Gana í kvöld. Hólmar sjálfur vissi þó af áætlunum landsliðsþjálfarans. „Ég vissi að hann væri að gæla við þetta svo þetta kom mér ekki mikið á óvart. Tek því hlutverki sem mér er gefið og reyni að gera það eins vel og ég get,“ sagði Hólmar eftir leikinn í kvöld. Eftir að Ísland var 2-0 yfir í hálfleik var staðan 2-2 í leikslok. „Ég held þeir hafi viljað sjá mig og prófa mig þarna. Ég hef spilað þetta áður þó það séu þó nokkur ár síðan en ég held þeir þurfi að hafa „cover“ fyrir Birki og þurfa að sjá menn í alvöru leik fyrir það.“ En hvenær var það sem Hólmar spilaði síðast í hægri bakverðinum? „Ég held ég hafi spilað þarna einu sinni með Rosenborg, það var fyrir tveimur, þremur árum síðan.“ „Það er mjög þægilegt að spila bakvörð í þessu liði. Þú færð mikla hjálp frá Jóa og Kára, og Emma og Gylfa á miðjunni, og þér líður vel á vellinum.“ Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik? „Við duttum allt of djúpt og leyfðum þeim að vera með boltann allt of mikið. Hefðum átt að stíga fyrr í þá og það var erfitt þegar við vorum að vinna boltann í okkar vítateig með níu menn, þá var erfitt að verjast pressunni.“ „Við ætluðum að keyra á þá og halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,“ sagði Hólmar aðspurður hvort liðið hafi ætlað að verja forskotið. „Ég veit ekki hvort þreyta eða eitthvað slíkt hafi spilað þar inn í.“ Íslenska liðið flýgur út til Rússlands á laugardaginn og mætir í stærsta verkefni íslenskrar fótboltasögu, HM í Rússlandi. Voru menn með það í huga í kvöld og hlífðu sér kannski meira en þeir hefðu gert í keppnisleik? „Við lögðum ekki upp með það. Það situr kannski í undirmeðvitundinni hjá mönnum að passa sig aðeins meira, ég veit það ekki. En það var ekki lagt upp með það, við ætluðum að gera þetta almennilega í dag. Við náum að gera það í fyrri hálfleik en það vantaði aðeins upp á í seinni hálfleik.“ Hólmar Örn er ekki einn af þeim sem hefur átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu ár. Gerir hann sér vonir um spilatíma í Rússlandi eftir að hafa spilað allan leikinn í kvöld? „Ég reyni bara að vera jákvæður og gera mitt besta og vera tilbúinn ef kallið kemur, en ég tek bara því hlutverki sem mér verður úthlutað,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42 Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Myndasyrpa: Strákarnir kvöddu með jafntefli Ísland spilaði ljómandi góðan fyrri hálfleik gegn Gana en gaf eftir í þeim síðari. 7. júní 2018 22:42
Aron Einar tók spretti eftir leik | Myndband Unnið er í því að koma landsliðsfyrirliðanum í stand fyrir HM. 7. júní 2018 22:18
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti