Alfreð: Gylfi býr yfir sjaldséðum gæðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2018 07:30 Alfreð og Gylfi fagna marki Alfreðs í gær. vísir/vilhelm „Við töluðum um að gera nákvæmlega ekki það sem að við svo gerðum sem var að reyna að verja þessa 2-0 forystu,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, um jafnteflið gegn Gana á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og voru verðskuldað 2-0 yfir en Ganverjar tóku yfir leikinn síðasta hálftímann, pressuðu okkar menn niður að teignum og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark. „Við spiluðum svona oft á EM og þetta getur verið hættulegt. Þegar við framherjarnir erum að verjast á teig er erfitt að finna menn frammi og þá kemst aldrei neitt flæði í leikinn,“ segir Alfreð. Eins og Alfreð bendir á var þetta oft leikmyndin á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en þá gekk allt upp og okkar menn hentu sér fyrir öll skot og Hannes varði allt annað þar til kom að Frakklandsleiknum fræga. Svona leikstíl er erfitt að treysta á og tæpt að okkar menn geti látið pressa sig svona aftur að eigin marki í öllum leikjunum á HM þar sem að þeir mæta nokkrum af betri leikmönnum heims. „Við treystum aðeins á lukkuna á EM og lágum til dæmis ansi aftarlega í leikjunum á móti Ungverjandi og Austurríki. Við vorum að kasta okkur fyrir allt og þá getur verið sentimetraspursmál hvort úr verði mark eða hornspyrna,“ segir Alfreð. „Þetta er mjög eðlileg afleiða þess sem við vorum að gera í seinni hálfleik en ekki það sem að við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja pressuna framar og vera ákveðnari. ÞEtta er eitthvað sem búið er að ræða en við náðum ekki að útfæra.“Gylfi sýndi geggjuð tilþrif í gær.vísir/vilhelmGylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu í kvöld og var algjörlega magnaður en með hann í sínu besta standi, eða allt að því, inn á vellinum voru okkar menn miklu betri. Hann skapaði pláss fyrir alla, stýrði leiknum meistaralega og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Fyrir mig sem framherja er algjör draumur að spila með Gylfa. Ég hef spilað með nokkrum leikmönnum eins og honum, þó ekki mörgum, þar sem að maður tekur eitthvað hlaup og boltinn kemur bara til manns. Maður þarf ekkert að teygja sig eða neitt. Gylfi er þannig leikmaður að hann sér þig án þess að sjá þig,“ segir Alfreð. „Hann býr yfir ákveðinni ró og gæðum sem eru sjaldgæf hjá íslenskum leikmanni. Ég veit ekki hvort ég geti hreinlega hrósað honum mikið meira. Það vita allir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og það er algjör nauðsyn fyrir liðið að hann sé í standi. Hann leit vel út í leiknum og er búinn að líta vel út síðan að við byrjuðum að æfa.“Alfreð fagnar sínu marki í gær.vísir/vilhelmStrákarnir kvöddu þjóðina fyrir EM 2016 með 4-0 sigri á Lichtenstein. Þá var gaman í Laugardalnum og þó svo að mótherjinn hafi eki verið sá sterkasti var stemning eftir sigurinn og gaman fyrir liðið að kveðja þannig. Eftir leikinn í gær var stemningin ekki mikil og sætin mörg hver orðin auð í stúkunni. Er þetta eitthvað sem Alfreð hugsaði um á leiðinni til búningsklefa eftir leik? „Nei, ekki þannig. Ég er bara fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. Leikurinn átti að snúast um frammistöðuna og úrslitin áttu að fylgja. Það var leiðinlegt að geta ekki haldið þetta út í 90 mínútur því við verðum að geta haldið út á HM,“ segir Alfreð. „Við verðum að geta haldið ákefðinni lengur og sett í sjötta gírinn. Ég hef fulla trú á því að við getum það en nú verður þetta spurningamerki yfir okkur sem þið getið rætt. Við náum samt alltaf að gíra okkur upp í mótsleikina þannig að ég er hvorki hræddur né smeykur,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
„Við töluðum um að gera nákvæmlega ekki það sem að við svo gerðum sem var að reyna að verja þessa 2-0 forystu,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, um jafnteflið gegn Gana á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og voru verðskuldað 2-0 yfir en Ganverjar tóku yfir leikinn síðasta hálftímann, pressuðu okkar menn niður að teignum og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark. „Við spiluðum svona oft á EM og þetta getur verið hættulegt. Þegar við framherjarnir erum að verjast á teig er erfitt að finna menn frammi og þá kemst aldrei neitt flæði í leikinn,“ segir Alfreð. Eins og Alfreð bendir á var þetta oft leikmyndin á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en þá gekk allt upp og okkar menn hentu sér fyrir öll skot og Hannes varði allt annað þar til kom að Frakklandsleiknum fræga. Svona leikstíl er erfitt að treysta á og tæpt að okkar menn geti látið pressa sig svona aftur að eigin marki í öllum leikjunum á HM þar sem að þeir mæta nokkrum af betri leikmönnum heims. „Við treystum aðeins á lukkuna á EM og lágum til dæmis ansi aftarlega í leikjunum á móti Ungverjandi og Austurríki. Við vorum að kasta okkur fyrir allt og þá getur verið sentimetraspursmál hvort úr verði mark eða hornspyrna,“ segir Alfreð. „Þetta er mjög eðlileg afleiða þess sem við vorum að gera í seinni hálfleik en ekki það sem að við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja pressuna framar og vera ákveðnari. ÞEtta er eitthvað sem búið er að ræða en við náðum ekki að útfæra.“Gylfi sýndi geggjuð tilþrif í gær.vísir/vilhelmGylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu í kvöld og var algjörlega magnaður en með hann í sínu besta standi, eða allt að því, inn á vellinum voru okkar menn miklu betri. Hann skapaði pláss fyrir alla, stýrði leiknum meistaralega og átti stóran þátt í báðum mörkunum. „Fyrir mig sem framherja er algjör draumur að spila með Gylfa. Ég hef spilað með nokkrum leikmönnum eins og honum, þó ekki mörgum, þar sem að maður tekur eitthvað hlaup og boltinn kemur bara til manns. Maður þarf ekkert að teygja sig eða neitt. Gylfi er þannig leikmaður að hann sér þig án þess að sjá þig,“ segir Alfreð. „Hann býr yfir ákveðinni ró og gæðum sem eru sjaldgæf hjá íslenskum leikmanni. Ég veit ekki hvort ég geti hreinlega hrósað honum mikið meira. Það vita allir hversu mikilvægur hann er fyrir okkur og það er algjör nauðsyn fyrir liðið að hann sé í standi. Hann leit vel út í leiknum og er búinn að líta vel út síðan að við byrjuðum að æfa.“Alfreð fagnar sínu marki í gær.vísir/vilhelmStrákarnir kvöddu þjóðina fyrir EM 2016 með 4-0 sigri á Lichtenstein. Þá var gaman í Laugardalnum og þó svo að mótherjinn hafi eki verið sá sterkasti var stemning eftir sigurinn og gaman fyrir liðið að kveðja þannig. Eftir leikinn í gær var stemningin ekki mikil og sætin mörg hver orðin auð í stúkunni. Er þetta eitthvað sem Alfreð hugsaði um á leiðinni til búningsklefa eftir leik? „Nei, ekki þannig. Ég er bara fyrst og fremst svekktur með frammistöðuna. Leikurinn átti að snúast um frammistöðuna og úrslitin áttu að fylgja. Það var leiðinlegt að geta ekki haldið þetta út í 90 mínútur því við verðum að geta haldið út á HM,“ segir Alfreð. „Við verðum að geta haldið ákefðinni lengur og sett í sjötta gírinn. Ég hef fulla trú á því að við getum það en nú verður þetta spurningamerki yfir okkur sem þið getið rætt. Við náum samt alltaf að gíra okkur upp í mótsleikina þannig að ég er hvorki hræddur né smeykur,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34 Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Gylfi Þór: Verð í toppstandi þegar HM byrjar Gylfi Þór Sigurðsson verður í toppstandi þegar flautað verður til leiks á HM í Rússlandi eftir níu daga. 7. júní 2018 22:34
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Twitter eftir jafnteflið: „Ég sem hélt að Gylfi væri svalastur á vellinum…” Ísland gerði 2-2 jafntefli við Gana á Laugardalsvelli í kvöld í síðasta vináttulandsleik liðsins áður en það heldur á HM í Rússlandi. 7. júní 2018 21:50
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti