„Íslendingar verða bara að vonast til að dragast á móti Englandi næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 17:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Englendingum á EM 2016. Vísir/Getty Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Íslenska landsliðið mun sitja eftir í sínum riðli á HM í fótbolta í Rússlandi ef marka má opinbera spá bandaríska blaðsins Sports Illustrated. Það þarf svo sem ekki að koma mikið á óvart að íslenska landsliðinu sé ekki spáð áfram í frumraun sinni á stærsta sviðinu en Sports Illustrated spáir Argentínu og Króatíu upp úr riðlinum. Blaðamaður Sports Illustrated er hinsvegar á því að D-riðill Íslendinga sé einn sá allra sterkasti í keppninni og að öll fjögur liðin eigi þannig raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Það sé ekki þannig í nærri því öllum riðlum keppninnar í ár. Aðalhluti umfjallarinnar snýst um Argentínu og að hvort Lionel Messi og félögum takist loksins að komast alla leið upp á topp. Argentínska liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, liðið hefur líka tapað úrslitaleikjum í Suðurameríkukeppninni og Messi er því enn að bíða eftir fyrsta titlinum með Argentínu. Margir bíða spenntir eftir því hvort Messi takist að leika eftir afrek Diego Maradona og fá heimsbikarinn í hendurnar.It doesn't get more deadly at the World Cup than Group D So which two will emerge from the balanced quartet? And is there reason for Messi & Co. to be worried? (by @Citizen_Kay)https://t.co/KgRHqEuNEr — Sports Illustrated (@SInow) June 7, 2018 Jóhann Berg Guðmundsson er sá leikmaður íslenska liðsins sem blaðið ráðleggur lesendum sínum að fylgjst vel með. Jóhann Berg átti mjög gott tímabil með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og mætir inn á HM fullur sjálfstrausts. Blaðamaður Sports Illustrated hugleiðir líka um fyrsta leik argentínska landsliðsins á móti Íslandi en árangur íslenska liðsins er að hans mati ein besta fréttin í íþróttaheiminum í dag. Árangur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi var frábær og stórmerkilegur enda sló Ísland út England og komst alla leið í átta liða úrslit á sínum fyrsta stórmóti. „Íslendingarnir voru hinsvegar verðlaunaðir með því að lenda í því á þessu HM, að vera eins nálægt og hægt er að spila í dauðariðlinum,“ segir í greininni. Dómur Sports Illustrated um D-riðilinn er hinsvegar köld vatnsgusa framan í Íslendinga. „Við skulum ekki ofhugsa þetta. Argentína og Króatíu eru með tvö bestu liðin í riðlinum og þau fara áfram. Nígería kemst nálægt þessu en liðið mun ekki ná í öll þrjú stigin á móti skipulögðu og öguðu íslensku liði. Íslendingar komast ekki áfram og verða bara að vonast eftir því að dragast á móti Englendingum næst,“ segir í niðurlagi greinar Sports Illustrated um riðil Íslands á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira