Ísland á tvo á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki Kára Árnasonar á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Íslenskir landsliðsmenn komast inn á topplistann yfir þá leikmenn á HM í fótbolta í Rússlandi sem hafa lifað lengst. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason eru nefnilega báðir á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi. Þrír leikmenn á HM í ár eru fæddir fyrir 1980 og sá elsti er Rafael Márquez frá Mexíkó sem er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót á ferlinum. Rafael Márquez er fæddur í febrúar 1979 og er orðinn 39 ára fyrir tæpu hálfu áru síðan. Hinir tveir hafa enn ekki haldið upp á 39 ára afmælið. Rússinn Sergei Ignashevich gerir það í júlí en Ástralinn Tim Cahill ekki fyrr en í desember. Panama á flesta leikmenn á topp tíu listanum eða þrjá en Ísland á tvo eins og Portúgal. Kári Árnason er fæddur í október 1982 og verður því 36 ára gamall í haust. Hann er rúmum fimm mánuðum eldri en Ólafur Ingi Skúlason sem er fæddur í apríl 1983. Báðir eru þeir á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM því Kári mun spila með Víkingum en Ólafur Ingi með Fylki. Elsti leikmaðurinn á HM þegar við tökum markmennina með er aftur á móti Egyptinn Essam El-Hadary en hann hélt upp á 45 ára afmælisdaginn sinn í janúar síðastliðnum. Svo eigum við eftir að sjá til hvaða leikmenn fá að spila með sínum þjóðum á mótinu. Það er öruggt að þar verður Kári Árnason í stóru og mikilvægu hlutverki með íslenska landsliðinu.Elstu útileikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 2. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 3. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 4. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 5. Blas Pérez, Panama (37 ára) 6. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 7. Luis Tejada, Panama (36 ára)8. Kári Árnason, Íslandi (35 ára) 9. Pepe, Portúgal (35 ára)10. Ólafur Ingi Skúlason, Íslandi (35 ára)Elstu leikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Essam El-Hadary, Egyptalandi (45 ára) 2. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 3. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 4. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 5. José de Jesús Corona, Mexíkó (37 ára) 6. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 7. Blas Pérez, Panama (37 ára) 8. Willy Caballero, Argentínu (36 ára) 9. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 10. Brad Jones, Ástralíu (36 ára) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn komast inn á topplistann yfir þá leikmenn á HM í fótbolta í Rússlandi sem hafa lifað lengst. Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason eru nefnilega báðir á listanum yfir tíu elstu útileikmenn HM í Rússlandi. Þrír leikmenn á HM í ár eru fæddir fyrir 1980 og sá elsti er Rafael Márquez frá Mexíkó sem er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót á ferlinum. Rafael Márquez er fæddur í febrúar 1979 og er orðinn 39 ára fyrir tæpu hálfu áru síðan. Hinir tveir hafa enn ekki haldið upp á 39 ára afmælið. Rússinn Sergei Ignashevich gerir það í júlí en Ástralinn Tim Cahill ekki fyrr en í desember. Panama á flesta leikmenn á topp tíu listanum eða þrjá en Ísland á tvo eins og Portúgal. Kári Árnason er fæddur í október 1982 og verður því 36 ára gamall í haust. Hann er rúmum fimm mánuðum eldri en Ólafur Ingi Skúlason sem er fæddur í apríl 1983. Báðir eru þeir á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM því Kári mun spila með Víkingum en Ólafur Ingi með Fylki. Elsti leikmaðurinn á HM þegar við tökum markmennina með er aftur á móti Egyptinn Essam El-Hadary en hann hélt upp á 45 ára afmælisdaginn sinn í janúar síðastliðnum. Svo eigum við eftir að sjá til hvaða leikmenn fá að spila með sínum þjóðum á mótinu. Það er öruggt að þar verður Kári Árnason í stóru og mikilvægu hlutverki með íslenska landsliðinu.Elstu útileikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 2. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 3. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 4. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 5. Blas Pérez, Panama (37 ára) 6. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 7. Luis Tejada, Panama (36 ára)8. Kári Árnason, Íslandi (35 ára) 9. Pepe, Portúgal (35 ára)10. Ólafur Ingi Skúlason, Íslandi (35 ára)Elstu leikmenn á HM í Rússlandi 2018: 1. Essam El-Hadary, Egyptalandi (45 ára) 2. Rafael Márquez, Mexíkó (39 ára) 3. Sergei Ignashevich, Rússlandi (38 ára) 4. Tim Cahill, Ástralíu (38 ára) 5. José de Jesús Corona, Mexíkó (37 ára) 6. Felipe Baloy, Panama (37 ára) 7. Blas Pérez, Panama (37 ára) 8. Willy Caballero, Argentínu (36 ára) 9. Bruno Alves, Portúgal (36 ára) 10. Brad Jones, Ástralíu (36 ára)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira