Brynjar Þór: Verður skrítið að spila fyrir fólk sem hefur fundist ég vera óþolandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. júní 2018 13:27 Brynjar Þór við undirskriftina í dag. tindastóll „Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
„Tilfinningin að fara í annan búning en KR-búninginn er svolítið skrítin. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Brynjar Þór Björnsson sem skrifaði undir samning við Tindastól í dag. Mikil blóðtaka fyrir Íslandsmeistara KR en að sama skapi gríðarlegur hvalreki fyrir Stólana. „Það er furðulegt að hugsa til þess að ég verði ekki í svarthvítu næsta vetur. Á sama tíma er þetta mikið ævintýri fyrir mig og fjölskylduna að fara norður og upplifa nýja hluti,“ segir Brynjar en eiginkona hans var að fá vinnu sem læknir í Skagafirðinum og því ákvað fjölskyldan að flytja norður. „Það er svona rúm vika síðan við ákváðum að kýla á þetta. Skoðuðum allt fyrir norðan um síðustu helgi. Þetta er næsta skref á ferlinum hjá frúnni og okkur líst vel á þetta. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég sagði við KR-ingana að það kæmi ekki til greina að fara í annað lið á höfuðborgarsvæðinu eða næsta nágrenni. Það væri bara KR eða Tindastóll í stöðunni. Okkur hlakkar til að flytja út á land og prófa hvernig er að búa út á landi.“Brynjar í leik gegn Stólunum.vísir/báraBrynjar Þór hefur oft reynst Stólunum óþægur ljár í þúfu og í úrslitunum síðast kláraði hann lykilleik á Króknum með ótrúlegri körfu. Karfa sem fór langt með að landa titlinum. Hann hefur oft fengið að heyra það frá fólkinu í Skagafirðinum en nú fer það að hvetja hann til dáða. „Það verður sérstök tilfinning. Ég hugsaði að það væri svolítið skrítið að spila fyrir fólk sem hefur látið mann heyra það í mörg ár og finnst ég vera óþolandi. Ég er búinn að ræða við fólk á Króknum og það hefur ekki neinar áhyggjur af öðru en að það snúist á sveif með mér þegar ég er í þeirra liði. Ef árangur næst líka og tala ekki um ef við vinnum þennan stóra þá er þetta fljótt að gleymast. Vonandi fer maður í sögubækurnar sem ljúfmenni þarna fyrir norðan,“ segir Brynjar léttur en hann á ekki von á neinu öðru en góðum móttökum er hann mætir aftur í DHL-höllina. „Ég býst við frábærum móttökum. Ég á ekki von á öðru en að það verði klappað fyrir mér. Ég get lítið meira gert sem leikmaður fyrir KR. Búinn að vinna alla titla og er einnig leikja- og stigahæsti leikmaður félagsins. Ég hef náð öllum markmiðum mínum með KR.“ Brynjar er þegar farinn að leiða hugann að þeirri sérstöku stund er hann kemur í KR-heimilið sem andstæðingur KR. „Það verður mjög skrítið. Ég er búinn að vera þarna síðan ég var fimm ára og öll mín fjölskylda er KR-ingar. Hjartað verður alltaf svarthvítt þó maður skipti um lið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56 Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Sjá meira
Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól. 8. júní 2018 12:56
Brynjar skilur eftir sig magnaða tölfræði og mörg met sem leikmaður KR Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið KR og samið við Tindastól í Domino´s deild karla eins og fram kom á Vísi fyrr í dag. 8. júní 2018 13:25