Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 19:30 Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast. Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. Trump hefur lagt á tolla og haft í frekari hótunum við þessi ríki sem margir óttast að leiði til viðskiptastríðs. Leiðtogar G-7 ríkjanna tóku að tínast til Quebec í Kanada í gær en þá mætti Emmanuel Macron forseti Frakklands til fundar við gestgjafann Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. Trump hefur hleypt samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó í uppnám að undanförnu með einhliða ákvörðun um allt að 25 prósenta tolla á innflutt járn og 10 prósenta toll á ál og með úrsögn frá alþjóðasamningum um loftlagsmál og kjarnorkuáætlun Írana. Fréttamenn spurðu Macron hvort Trump stæði algerlega á sama um samskipti ríkjanna „Þið segir að Trump forseta standi algerlega á sama. Kannski. En enginn okkar er hér til eilífðar. Þannig að ríki okkar og þær skuldbindingar sem þau hafa gengist við eru stærri en við. Einnig vegna þess, horfumst í augu við það, að enginn okkar getur eftir að við höfum verið kosin sagt að skuldbindingar sem áður voru til staðar gildi ekki lengur. Það gengur ekki upp. Áframhald ríkisins er kjarninn í alþjóðlegum lögum,“ sagði Macron. „Sé ykkur í Kanada,“ sagði Trump í kveðjuskyni við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í morgun áður en hann hélt af stað til leiðtogafundarins en hann hafði þá sent leiðtogunum eitraðar pillur í svörum til fréttamanna.Donald Trump ásamt föruneyti.Vísir/GettyÓtti við viðskiptastríð milli bandalagsþjóða Evrópusambandið, Mexíkó og Kanada hafa svarað tollum Trump með tollum á ýmsar bandarískar vörur og óttast margir að viðskiptastríð sé í uppsiglingu milli þessara gömlu bandalagsþjóða. Nokkrum klukkustundum áður en Trump mætti síðastur leiðtoganna sjö til fundarins í dag ýfði hann fjaðrirnar á hinum leiðtogunum enn frekar með því að lýsa því yfir að Rússar ættu aftur að fá aðgang að G-7 klúbbnum. En þeir voru reknir úr félagsskapnum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014.Larry Kudlow aðalefnahagsráðgjafi Trump reyndi í dag að gera lítið úr þeim ágreiningi sem ákvarðanir forsetans hefðu skapað.„Þá má vel vera að það sé misklíð á milli þeirra. Ég lít á þetta sem fjölskylduerjur. Ég er alltaf bjartsýnn og trúi því að þetta geti allt blessast,“ sagði Kudlow á fundi með fréttamönnum.En þótt efnahagsráðgjafi Trumps líki ágreiningi forsetans og hinna leiðtoganna við fjölskylduerjur verður ekki hjá því komist að málin snúast um alþjóðasamninga sem tekið hefur áratugi að byggja upp og formfestu í samskiptum vinaþjóða. Trump gerði hins vegar ekkert til að draga úr spennunni áður en hann hélt til Quebec í dag.„Á þessari stundu ætlum við ekki að búa við samninga eins og þeir hafa verið hingað til. Evrópusambandið hefur sýnt okkur mikla ósanngirni. Kanada einnig sem og Mexíkó. En það því sögðu held ég að við munum auðveldlega gera góða samninga,“ sagði Trump.Það bætir síðan ekki úr skák að Trump mætti ekki bara síðastur til fundarins heldur ætlar hann að yfirgefa samkomuna í fyrramálið áður en umræður um loftlagsmál og mengun hafsins hefjast.
Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira