Lögreglunemar ætla ekki að vera viðstaddir útskrift vegna óánægju Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. júní 2018 21:15 Fyrsti árgangur lögreglumanna sem farið hefur í gegnum nám í lögreglufræðum á háskólastigi útskrifast frá HA á morgun. vísir/pjetur Háskólinn á Akureyri mun í fyrsta sinn brautskrá lögreglumenn með starfsréttindi á morgun, laugardaginn 9. júní. 45 nemendur útskrifast þá úr lögreglufræðum. Fyrir tveimur árum var námið fært á háskólastig og hópurinn sem útskrifast á morgun er því fyrstur til þess að ljúka þessu nýja námi Háskólans á Akureyri. Þrátt fyrir að það séu 45 að útskrifast úr náminu ætla aðeins örfáir að mæta á sjálfa brautskráningarathöfnina. Óánægju gætir á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs, staðsetningu þess og þeirrar staðreyndar að brautskráningarathöfnin fer fram á Akureyri þegar þau vilji flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni.Segja of lítið vægi á verklega hlutann Blaðamenn Vísis ræddu við nokkra nemendur lögreglufræðinnar í dag. Óánægjan sem lýtur að náminu sjálfu byggist á því að nokkrum nemendum þykir það of þverfaglegt. Uppbygging námsins sé ekki nægilega góð, vægi þess fræðilega sé of mikið á meðan vægi þess verklega sé allt of lítið. Einn nemandi, sem var hæstánægður með verknámið, benti á að verknámið, þar sem hin eiginlega lögregluþjálfun og fræðsla fer fram, væri aðeins 18 einingar af 120 einingum alls og þá væri alltof lítil kennsla á LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Annar nemandi sem rætt var við sagði að það vantaði meiri reynslu og þekkingu frá sérfræðingum innan lögreglunnar til þess að hafa áhrif á og móta námið. Nemendurnir sem rætt var við höfðu reynslu af afleysingarstörfum hjá lögreglu og búa að henni að afloknu náminu. Þau segja að það sé einna helst vegna þeirrar reynslu, og verknámsins, sem þeim líði eins og þau séu í stakk búin til þess að starfa innan lögreglunnar.Eyjólfur Guðmundsson er rektor Háskólans á Akureyri.vísir/gvaEngin launung að nemendur hafi lýst yfir óánægju Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir í samtali við Vísi enga launung á því að tiltekinn hópur á meðal útskriftarnemanna hafi lýst yfir óánægju. Hann vill þó halda því til að haga að ekki séu allir í útskriftarhópnum óánægðir en segir málið þríþætt. Í fyrsta lagi snúi það að væntingum nemenda til námsins, í öðru lagi að þegar farið er hratt af stað sé hætt við að grípa þurfi inn í og aðlaga að veruleikanum og í þriðja lagi að þá hefðu skólayfirvöld þurft að hlusta betur á þann hóp sem var óánægður. „Það er greinilegt að sá hópur sem kemur inn fyrstur er með tilteknar væntingar til námsins. Þegar um er að ræða nýtt nám sem er verið að breyta á milli skólastiga þá eru alltaf verulegar breytingar og það er alltaf umdeilt nákvæmlega hvað á að vera innihald náms á slíkum tíma,“ segir Eyjólfur. Hann segir að hvað varði lögreglunámið sérstaklega þá nefnir hann umræðu sem skapaðist þegar Hjúkrunarskólinn var lagður niður um þrjátíu árum og nám í hjúkrunarfræði var fært á háskólastig. „Við þekkjum þessa umræðu mjög vel í tengslum við sömu breytingu fyrir, ef ég man rétt, um þrjátíu árum síðan þegar að Hjúkrunarskólinn var lagður niður og nám í hjúkrunarfræði fært yfir á háskólastig. Það er að segja þessar áherslur á milli praktískrar nálgunar og áherslna á milli akademísks undirbúnings sem gerir fólki kleift að takast á við kannski víðtækari og breiðari verkefni heldur en nákvæmlega þau verkefni sem eru unnin í dag,“ segir Eyjólfur.„Framundan margra ára ferli við að lenda náminu endanlega“ Hann segir að námið hafi verið endurskoðað á hverju ári síðan það var fært á háskólastig og að svo verði áfram. Þannig býst hann við því að það verði breytingar á náminu á hverju ári næstu tíu árin. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við það að einstaklingar komi fram með gagnrýni á það sem er í gangi. Það er mjög gott því nemendur eiga að taka virkan þátt í mótun náms. Við höfum hlustað og rætt við þau og í sumum tilfellum höfum við gripið inn í og reynt að koma til móts við þau en í öðrum tilfellum erum við einfaldlega ekki sammála um áherlsur. Þá er rétti vettvangurinn í samræðu milli okkar sem stöndum að háskólanáminu, milli MSL (innsk. blm. Mennta-og starfsþróunarsetur lögreglunnar) sem stendur að starfsréttindanáminu og milli fagfélaganna sem tengjast uppbyggingu námsins. Þannig að ég sé fyrir mér að þarna sé framundan margra ára ferli við að lenda náminu endanlega.“Verst að hafa ekki hlustað strax á nemendur Þeir nemendur sem Vísir ræddi við í dag sögðu að þeir hefðu reynt að láta í sér heyra vegna óánægju með námið en talað fyrir daufum eyrum. Eyjólfur segist skilja þessa upplifun nemenda. „Það sem mér þykir miður og er verst í þessu öllu saman er að við vorum ekki nægilega snögg til að hlusta á nemendur. Við hefðum þurft að hlusta á þau miklu fyrr. En þegar verið að koma af stað námi með skömmum fyrirvara þá var fókusinn kannski of mikill að koma náminu af stað en setjast ekki niður með þeim,“ segir Eyjólfur. Þá bendir hann á að skólinn hefði átt að aðstoða nemendur í lögreglufræðum við að stofna sitt eigið fagfélag, eða hagsmunafélag, innan skólans en það var ekki gert heldur fóru þau með lögfræðinemum í félag. „En ég hugsa að það hefði verið sterkara, og við munum skoða það í haust, að þau væru með sitt eigið félag.“Þykir miður að nemendur mæti ekki á brautskráninguna Spurður út í það hvað honum finnist um það að stór hluti útskriftarnema ætli ekki að mæta við brautskráningu til að sýna óánægju sína í verki segir Eyjólfur: „Ég hef fundað nýlega með þeim út af þessu. Ég tek fullt tillit til þess að nemendur vilji nota tækifærið til að sýna óánægju sína en brautskráning úr háskóla er hátíðarstund og góð minning þannig að mér þykir það bara mjög leitt að þau sjái sér ekki fært að taka þátt með hefðbundnum hætti. Það er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En ekki mun ég ekki erfa það við þau og vonast til þess þegar framboð lögreglunáms mun breytast og verða fjölbreyttara, við gerum ráð fyrir sérhæfingu á komandi árum, þá vonumst við til þess að við náum til þeirra aftur.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Nemendur í lögreglufræði munu ekki þurfa að flytjast búferlum norður til að stunda námið. 24. ágúst 2016 08:44 Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Óháð valnefnd mun velja hvaða skóli hentar best fyrir námið. 31. maí 2016 13:29 Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun Háskólanám í lögreglufræði verður kennt í Háskólanum á Akureyri. 11. september 2016 18:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Háskólinn á Akureyri mun í fyrsta sinn brautskrá lögreglumenn með starfsréttindi á morgun, laugardaginn 9. júní. 45 nemendur útskrifast þá úr lögreglufræðum. Fyrir tveimur árum var námið fært á háskólastig og hópurinn sem útskrifast á morgun er því fyrstur til þess að ljúka þessu nýja námi Háskólans á Akureyri. Þrátt fyrir að það séu 45 að útskrifast úr náminu ætla aðeins örfáir að mæta á sjálfa brautskráningarathöfnina. Óánægju gætir á meðal margra nemenda, ýmist vegna námsins sjálfs, staðsetningu þess og þeirrar staðreyndar að brautskráningarathöfnin fer fram á Akureyri þegar þau vilji flest fagna með fjölskyldu og vinum í höfuðborginni.Segja of lítið vægi á verklega hlutann Blaðamenn Vísis ræddu við nokkra nemendur lögreglufræðinnar í dag. Óánægjan sem lýtur að náminu sjálfu byggist á því að nokkrum nemendum þykir það of þverfaglegt. Uppbygging námsins sé ekki nægilega góð, vægi þess fræðilega sé of mikið á meðan vægi þess verklega sé allt of lítið. Einn nemandi, sem var hæstánægður með verknámið, benti á að verknámið, þar sem hin eiginlega lögregluþjálfun og fræðsla fer fram, væri aðeins 18 einingar af 120 einingum alls og þá væri alltof lítil kennsla á LÖKE, upplýsingakerfi lögreglunnar. Annar nemandi sem rætt var við sagði að það vantaði meiri reynslu og þekkingu frá sérfræðingum innan lögreglunnar til þess að hafa áhrif á og móta námið. Nemendurnir sem rætt var við höfðu reynslu af afleysingarstörfum hjá lögreglu og búa að henni að afloknu náminu. Þau segja að það sé einna helst vegna þeirrar reynslu, og verknámsins, sem þeim líði eins og þau séu í stakk búin til þess að starfa innan lögreglunnar.Eyjólfur Guðmundsson er rektor Háskólans á Akureyri.vísir/gvaEngin launung að nemendur hafi lýst yfir óánægju Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir í samtali við Vísi enga launung á því að tiltekinn hópur á meðal útskriftarnemanna hafi lýst yfir óánægju. Hann vill þó halda því til að haga að ekki séu allir í útskriftarhópnum óánægðir en segir málið þríþætt. Í fyrsta lagi snúi það að væntingum nemenda til námsins, í öðru lagi að þegar farið er hratt af stað sé hætt við að grípa þurfi inn í og aðlaga að veruleikanum og í þriðja lagi að þá hefðu skólayfirvöld þurft að hlusta betur á þann hóp sem var óánægður. „Það er greinilegt að sá hópur sem kemur inn fyrstur er með tilteknar væntingar til námsins. Þegar um er að ræða nýtt nám sem er verið að breyta á milli skólastiga þá eru alltaf verulegar breytingar og það er alltaf umdeilt nákvæmlega hvað á að vera innihald náms á slíkum tíma,“ segir Eyjólfur. Hann segir að hvað varði lögreglunámið sérstaklega þá nefnir hann umræðu sem skapaðist þegar Hjúkrunarskólinn var lagður niður um þrjátíu árum og nám í hjúkrunarfræði var fært á háskólastig. „Við þekkjum þessa umræðu mjög vel í tengslum við sömu breytingu fyrir, ef ég man rétt, um þrjátíu árum síðan þegar að Hjúkrunarskólinn var lagður niður og nám í hjúkrunarfræði fært yfir á háskólastig. Það er að segja þessar áherslur á milli praktískrar nálgunar og áherslna á milli akademísks undirbúnings sem gerir fólki kleift að takast á við kannski víðtækari og breiðari verkefni heldur en nákvæmlega þau verkefni sem eru unnin í dag,“ segir Eyjólfur.„Framundan margra ára ferli við að lenda náminu endanlega“ Hann segir að námið hafi verið endurskoðað á hverju ári síðan það var fært á háskólastig og að svo verði áfram. Þannig býst hann við því að það verði breytingar á náminu á hverju ári næstu tíu árin. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt við það að einstaklingar komi fram með gagnrýni á það sem er í gangi. Það er mjög gott því nemendur eiga að taka virkan þátt í mótun náms. Við höfum hlustað og rætt við þau og í sumum tilfellum höfum við gripið inn í og reynt að koma til móts við þau en í öðrum tilfellum erum við einfaldlega ekki sammála um áherlsur. Þá er rétti vettvangurinn í samræðu milli okkar sem stöndum að háskólanáminu, milli MSL (innsk. blm. Mennta-og starfsþróunarsetur lögreglunnar) sem stendur að starfsréttindanáminu og milli fagfélaganna sem tengjast uppbyggingu námsins. Þannig að ég sé fyrir mér að þarna sé framundan margra ára ferli við að lenda náminu endanlega.“Verst að hafa ekki hlustað strax á nemendur Þeir nemendur sem Vísir ræddi við í dag sögðu að þeir hefðu reynt að láta í sér heyra vegna óánægju með námið en talað fyrir daufum eyrum. Eyjólfur segist skilja þessa upplifun nemenda. „Það sem mér þykir miður og er verst í þessu öllu saman er að við vorum ekki nægilega snögg til að hlusta á nemendur. Við hefðum þurft að hlusta á þau miklu fyrr. En þegar verið að koma af stað námi með skömmum fyrirvara þá var fókusinn kannski of mikill að koma náminu af stað en setjast ekki niður með þeim,“ segir Eyjólfur. Þá bendir hann á að skólinn hefði átt að aðstoða nemendur í lögreglufræðum við að stofna sitt eigið fagfélag, eða hagsmunafélag, innan skólans en það var ekki gert heldur fóru þau með lögfræðinemum í félag. „En ég hugsa að það hefði verið sterkara, og við munum skoða það í haust, að þau væru með sitt eigið félag.“Þykir miður að nemendur mæti ekki á brautskráninguna Spurður út í það hvað honum finnist um það að stór hluti útskriftarnema ætli ekki að mæta við brautskráningu til að sýna óánægju sína í verki segir Eyjólfur: „Ég hef fundað nýlega með þeim út af þessu. Ég tek fullt tillit til þess að nemendur vilji nota tækifærið til að sýna óánægju sína en brautskráning úr háskóla er hátíðarstund og góð minning þannig að mér þykir það bara mjög leitt að þau sjái sér ekki fært að taka þátt með hefðbundnum hætti. Það er ekki meira um það að segja í sjálfu sér. En ekki mun ég ekki erfa það við þau og vonast til þess þegar framboð lögreglunáms mun breytast og verða fjölbreyttara, við gerum ráð fyrir sérhæfingu á komandi árum, þá vonumst við til þess að við náum til þeirra aftur.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Nemendur í lögreglufræði munu ekki þurfa að flytjast búferlum norður til að stunda námið. 24. ágúst 2016 08:44 Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Óháð valnefnd mun velja hvaða skóli hentar best fyrir námið. 31. maí 2016 13:29 Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun Háskólanám í lögreglufræði verður kennt í Háskólanum á Akureyri. 11. september 2016 18:34 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Rektor HA segir skólann með allar nauðsynlegar undirstöður fyrir lögreglunámið Nemendur í lögreglufræði munu ekki þurfa að flytjast búferlum norður til að stunda námið. 24. ágúst 2016 08:44
Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Óháð valnefnd mun velja hvaða skóli hentar best fyrir námið. 31. maí 2016 13:29
Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun Háskólanám í lögreglufræði verður kennt í Háskólanum á Akureyri. 11. september 2016 18:34