Strákarnir okkar komnir til Rússlands Kolbeinn Tumi Daðason í Gelindzhik skrifar 9. júní 2018 17:21 Landsliðshópurinn mættur til Rússlands. Vísir/Vilhelm Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Flugvél Icelandair með landsliðsmenn Íslands innanborðs lenti á flugvellinum í Gelindzhik um korter yfir fimm að íslenskum tíma, korter yfir átta að staðartíma eftir tæplega sex tíma flug frá Keflavík. Flugið frá Íslandi gekk vel. Leikmenn og aðrir farþegar gátu valið á milli piri piri kjúklingasalats og nautalundar í matinn. Lax var í forrétt og Omnomm súkkulaðifrauð í eftirrétt. Flestir skiptu úr nýju sérsaumuðu jakkafötunum frá Herragarðinum og yfir í þægilegri fatnað á meðan á fluginu stóð til að sem best færi um þá. Þegar styttist í lendingu fundu menn svo jakkafötin aftur svo þeir voru í sínu fínasta pússi þegar gengið var frá borði. Flugstjóri var Guðmundur Gíslason og bauð hann farþega velkomna fram í vél til að ræða málin ef svo bar undir. Þá óskaði hann liðinu góðs gengis og það sama gerðu flugfreyjur Icelandair við lendingu. Hópurinn bíður eftir að fara upp í rútuna sem flytur þá á hótelið. Vísir/VilhelmFyrst frá borði voru Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar. Í kjölfarið komu Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. Þar á eftir aðrir leikmenn og svo starfsfólk KSÍ. Þegar út var komið ræddu þeir Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson við rússneska fjölmiðla. Því næst fór hópurinn í rútu sem fer með þá á hótel. Guðni Bergsson sagði í samtali við Stöð 2 ferðalagið hafa verið ánægjulegt. Guðni, landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, sagðist vissulega vilja vera í því hlutverki að vera að fara að spila á mótinu en þetta væri það besta í stöðunni. Að myndatöku lokinni héldu landsliðsmenn upp í rútu merkta íslenska liðinu í bak og fyrir og ekið var áleiðis á hótel liðsins. Á morgun er á dagskrá opin æfing hjá íslenska liðinu hér í Gelindzhik þar sem von er á nokkur hundruð manns.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira