Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júní 2018 18:22 Ágúst var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira