Danir koma með sigur inn á HM og Spánn getur ekki tapað Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júní 2018 20:55 Danmörk fagnar einu af tveimur mörkum sínum í kvöld. vísir/getty Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira
Danir unnu 2-0 sigur á Mexíkó í síðasta vináttulandsleik liðana áður en þau halda til Rússlands á HM í knattspyrnu. Leikið var á heimavelli Bröndby í kvöld en fyrsta markið lét bíða eftir sér. Það kom ekki fyrr en á 71. mínútu er Yussuf Poulsen kom heimamönnum yfir. Christian Eriksen tvöfaldaði svo forystuna þremur mínútum síðar og Danir fara með 2-0 sigur á bakinu inn á HM. Þar eru þeir í riðli með Perú, Ástralíu og Frakklandi en þeir hefja leik gegn Perú á laugardaginn eftir viku. Mexíkó er í riðli með Þýskalandi, Svíþóð og Suður-Kóreu en þeir hefja leik á þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Þá leika þeir gegn Þjóðverjum, ríkjandi heimsmeisturum. Svíþjóð mistókst að skora gegn Perú á heimavelli í kvöld en liðin eru að leika sína síðustu vináttulandsleiki fyrir HM. Leikið var á Gamla Ullevi fyrir framan rúmlega 30 þúsund manns. Spánn marði sigur á Túnis en leikið var í Rússlandi í dag. Iago Aspas skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok en Spánverjar eru með Portúgölum, Marókkó og Íran í riðli. Spánverjar hafa nú farið í gegnum tuttugu leiki án ósigurs og eru þeir með flesta leiki án ósigurs af öllum landsliðum heims. Næst koma Belgía og Marokkó með átján. Túnis er í riðli með Belgíu, Panama og Englandi en þeir hefja leik eftir rúma viku, eða mánudaginn átjánda júní. Þeir spila fyrst við England en Spánverjar byrja gegn Portúgölum á föstudaginn. Frakkland gerðu jafntefli við Bandaríkjamenn, 1-1. Bandaríkin komst yfir með marki frá Julian Green en Frakkar höfðu aldrei fengið á sig mark gegn Bandaríkjunum fyrr en nú. Kylian Mbappe náði þó að jafna áður en yfir lauk. Frakkar eru með Ástralíu, Perú og Danmörku í riðli eins og segir hér að ofan en Frakkarnir byrja á því að mæta Áströlum 16. júní.ESP 1-0 TUN (FT) - Spain has 20 consecutive games without losing. It is the best winning streak of any team in the world (Belgium and Morocco have 18 and Denmark and Peru have 15).— MisterChip (English) (@MisterChiping) June 9, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Sjá meira