Argentínskum blaðamanni vísað af hóteli íslenska landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:54 Ljósmyndari La Nacion myndaði rútu íslenska landsliðsins í gegnum girðingu á flugvellinum í Gelendzhik. LaNacion.ar Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56