Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 07:30 Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira