Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 07:30 Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti