Þúsundir Íslendinga gætu komist hjá krabbameinum ef færri reyktu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 07:28 Það er gömul saga og ný að reykingar séu krabbameinsvaldandi. Vísir/afp Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56