Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 11:16 Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. visir/vilhelm Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf „Þetta er kapall sem að einhverju leyti einfaldast í gær með því að einn flokkur í borgarstjórn [Sósíalistaflokkur íslands] sagðist ekki hafa áhuga á völdum. Sem talsmaður frjálslyndrar markaðshyggju þá hoppa ég hæð mína í loft upp yfir því að vita að Sósíalistarnir hafi ekki áhuga á að stjórna borginni,“ segir Pawel og bætir við að Viðreisn sé „tilbúin að vinna með öllum en ef þau hafa ekki áhuga á að vinna með neinum þá verða þau að eiga það við sína kjósendur hvort það sé rétt ákvörðun.“ Pawel sagðist vera bundinn trúnaði og gæti hvorki sagt til um það við hvaða flokka Viðreisn ræðir í dag né hvenær. Hann sagði þó að dagskráin sé ekki mjög þétt í dag og að fulltrúar hinna ýmsu flokka ræddust við símleiðis. „Það er ekkert rosalegt að frétta frá mínum vígstöðvum. Það eru bara þreifingar í gangi og fólk er bara að bíða eftir að eitthvað skýrist, í rauninni.“Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Hann hlaut 8,2% atkvæða og er í lykilstöðu til að mynda meirihluta.Vísir/rakel ósk sigurðardóttirAðspurður segir Pawel að helsta ásteytingarefni Viðreisnar og Miðflokks séu skipulags-og samgöngumálin „Ágreiningurinn milli Viðreisnar og Miðflokksins í þessum kosningum – ég myndi kannski ekki túlka hann sem frjálslyndi og víðsýni beinlínis – er mjög skýr um það hvort stefna þéttingu byggðar og gildandi aðalskipulags sé rétt, eins og við í Viðreisn töldum, eða hvort hún sé röng eins og Miðflokkurinn var á og keyrði mjög fast á [í kosningabaráttunni]. Það er ágreiningspunkturinn í þá áttina,“ segir Pawel sem bætir við að það sé talsverður hugmyndafræðilegur munur hvað þetta varðar en að flokkarnir séu sammála um að það sé brýnt að sýna ráðahag í rekstri borgarinnar. Sá orðrómur hefur komist á kreik að Viðreisn hygðist ráða ópólitískan borgarstjóra. Pawel tók af öll tvímæli um það. „Ef við förum út í formlegar viðræður þá er allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin, það er bara augljóst. Meirihlutinn féll og það þarf að mynda nýjan með einhverju móti. Við höfum hvorki sett afarkosti í neinu af þessum efnum né gefið neitt eftir. Það er svo langt því frá að fulltrúar Viðreisnar séu í einhverjum óformlegum viðræðum við flokka að nefna einhver nöfn sem hafa verið orðuð. Það er slúður,“ ítrekar Pawel. Hann segir að lokum að þau mál sem séu efst á blaði hjá Viðreisn í viðræðum um myndun meirihluta séu meðal annars atvinnumál og menntamál en Pawel vill að það komi skýrt fram flokkurinn setji hinum flokkunum enga afarkosti. „Það eru atvinnumálin og uppbygging; að gera Reykjavík að samkeppnishæfari borg þannig að það sé betra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að starfa í Reykjavík og skapa fjölbreytt störf fyrir vel menntað fólk. Við leggjum líka talsverða áherslu á skólamál, við höfum náttúrulega verið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að menntun barna og við höfum öðruvísi áherslur þar. Við viljum bæði bæta kjörin en við viljum líka efla faglegt sjálfstæði skólanna.“ Spurður hvort flokkarnir sem eigi í óformlegum viðræðum hafi gefið sér einhvern tímaramma svarar Pawel neitandi en segir þó að það væri langbest að flokkarnir væru búnir að mynda meirihluta fyrir 11. júní þegar nýir borgarfulltrúar taka sæti. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf „Þetta er kapall sem að einhverju leyti einfaldast í gær með því að einn flokkur í borgarstjórn [Sósíalistaflokkur íslands] sagðist ekki hafa áhuga á völdum. Sem talsmaður frjálslyndrar markaðshyggju þá hoppa ég hæð mína í loft upp yfir því að vita að Sósíalistarnir hafi ekki áhuga á að stjórna borginni,“ segir Pawel og bætir við að Viðreisn sé „tilbúin að vinna með öllum en ef þau hafa ekki áhuga á að vinna með neinum þá verða þau að eiga það við sína kjósendur hvort það sé rétt ákvörðun.“ Pawel sagðist vera bundinn trúnaði og gæti hvorki sagt til um það við hvaða flokka Viðreisn ræðir í dag né hvenær. Hann sagði þó að dagskráin sé ekki mjög þétt í dag og að fulltrúar hinna ýmsu flokka ræddust við símleiðis. „Það er ekkert rosalegt að frétta frá mínum vígstöðvum. Það eru bara þreifingar í gangi og fólk er bara að bíða eftir að eitthvað skýrist, í rauninni.“Viðreisn er stærst nýju flokkanna sem buðu fram til borgarstjórnarkosninganna og er jafnframt þriðji stærsti flokkurinn. Hann hlaut 8,2% atkvæða og er í lykilstöðu til að mynda meirihluta.Vísir/rakel ósk sigurðardóttirAðspurður segir Pawel að helsta ásteytingarefni Viðreisnar og Miðflokks séu skipulags-og samgöngumálin „Ágreiningurinn milli Viðreisnar og Miðflokksins í þessum kosningum – ég myndi kannski ekki túlka hann sem frjálslyndi og víðsýni beinlínis – er mjög skýr um það hvort stefna þéttingu byggðar og gildandi aðalskipulags sé rétt, eins og við í Viðreisn töldum, eða hvort hún sé röng eins og Miðflokkurinn var á og keyrði mjög fast á [í kosningabaráttunni]. Það er ágreiningspunkturinn í þá áttina,“ segir Pawel sem bætir við að það sé talsverður hugmyndafræðilegur munur hvað þetta varðar en að flokkarnir séu sammála um að það sé brýnt að sýna ráðahag í rekstri borgarinnar. Sá orðrómur hefur komist á kreik að Viðreisn hygðist ráða ópólitískan borgarstjóra. Pawel tók af öll tvímæli um það. „Ef við förum út í formlegar viðræður þá er allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin, það er bara augljóst. Meirihlutinn féll og það þarf að mynda nýjan með einhverju móti. Við höfum hvorki sett afarkosti í neinu af þessum efnum né gefið neitt eftir. Það er svo langt því frá að fulltrúar Viðreisnar séu í einhverjum óformlegum viðræðum við flokka að nefna einhver nöfn sem hafa verið orðuð. Það er slúður,“ ítrekar Pawel. Hann segir að lokum að þau mál sem séu efst á blaði hjá Viðreisn í viðræðum um myndun meirihluta séu meðal annars atvinnumál og menntamál en Pawel vill að það komi skýrt fram flokkurinn setji hinum flokkunum enga afarkosti. „Það eru atvinnumálin og uppbygging; að gera Reykjavík að samkeppnishæfari borg þannig að það sé betra fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að starfa í Reykjavík og skapa fjölbreytt störf fyrir vel menntað fólk. Við leggjum líka talsverða áherslu á skólamál, við höfum náttúrulega verið eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að menntun barna og við höfum öðruvísi áherslur þar. Við viljum bæði bæta kjörin en við viljum líka efla faglegt sjálfstæði skólanna.“ Spurður hvort flokkarnir sem eigi í óformlegum viðræðum hafi gefið sér einhvern tímaramma svarar Pawel neitandi en segir þó að það væri langbest að flokkarnir væru búnir að mynda meirihluta fyrir 11. júní þegar nýir borgarfulltrúar taka sæti.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. 29. maí 2018 15:23
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00