Skólameistari biður móður afsökunar vegna samskipta við Tækniskólann Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 11:30 Leiðinlegt og asnalegt orðalag, segir skólameistarinn um orðaskipti sem rötuðu til móðurinnar. Vísir/Eyþór Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði. Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði.
Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira