Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 17:27 Sanna birtir allegórískan pistil sem svar við gagnrýni á að Sósíalistaflokkurinn ætli ekki að taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum eftir borgarstjórnarkosningar.l visir/vilhelm „Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Ég sé að ég geti gert meira út á akrinum með kúgaða fólkinu en með því að horfa á það út um glugga á húsi hvíta mannsins. Mig langar að nota þau völd og áhrif sem þið gáfuð mér með því að vinna með ykkur út á akrinum, syngja söngvana með ykkur og skipuleggja hvernig við getum hrakið þrælahaldarann út úr húsinu, burt úr lífi okkar.“Svo segir í nýjum pistli sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, birti nú fyrir nokkrum mínútum, á vef Sósíalistaflokksins.Umdeild og óvænt ákvörðun Eftir fund í gærkvöldi gaf Sanna, oddviti flokksins í Reykjavík, það út að hún myndi ekki taka þátt í neinum meirihlutaviðræðum. Þrátt fyrir að Sósíalistaflokkurinn megi heita einn sigurvegarinn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum en þau náðu inn manni í borgarstjórn. Þetta kom mörgum á óvart og hefur víða verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum. Pistill Sönnu skáldlegur, allegóría, og augljós viðbrögð við þeim röddum sem telja til lítils að bjóða sig fram án þess að sækjast eftir því að vera í stjórn. En, í pistlinum leggur Sanna út af réttindabaráttu plantekruþræla; segir að þar hafi verið tvær tegundir: Húsþrælar og svo þeir sem voru á akrinum. Húsþrælar höfðu það að sönnu betra en þeir „sungu ekki. Aldrei hef ég vitað til þess að neinn sálmur hafi verið saminn af húsþræl. Húsþrælarnir reyndu að tala og hegða sér eins og húsbændurnir,“ skrifar Sanna.Vill heldur vera á akrinum en vera húsþræll Undir lok pistilsins segist hún hlakka til að vinna að uppbyggingu öflugrar fjöldahreyfingar hinna valdalausu: „Til að sinna því mun ég dvelja í baráttu ykkar hvar sem hún er háð. Þaðan mun ég sækja erindi ykkar og gera það erindi að mínu inn í borgarstjórn. Með því að hafna dýnunni í kjallaranum í hvíta húsinu er ég ekki að hafna völdum. Með því að hafna dýnunni er ég tryggja að ég geti sótt mér vald og afl í baráttu ykkar. Það er bara ein leið til valdaleysis fyrir okkur þrælana á akrinum, það er að yfirgefa hópinn og gerast húsþræll.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56 „Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Vilja aukna lýðræðisvæðingu í borginni Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn vilja gaumgæfa nánar alla möguleika. 29. maí 2018 11:26
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Fyrrverandi þingmaður líkir málfutningi Sönnu við þann sem Trump nýtti til að komast til valda Hann talaði á mannamáli og hann ætlaði að frelsa menn úr ánauð, segir þingmaðurinn fyrrverandi. 30. maí 2018 16:56
„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. 30. maí 2018 13:59
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent