Þýska landsliðið í fótbolta er við æfingar á Ítalíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi þar sem Þýskaland á titil að verja. Andrúmsloftið í herbúðum liðsins virðist þó ekki vera upp á það besta eftir að fréttir bárust af rifrildi leikmanna á æfingu.
ESPN greinir frá því að Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern München, og Chelsea-maðurinn Antonio Rudiger hafi rifist á æfingu. Þeir voru nálægt því að grípa til hnefanna áður en aðstoðarþjálfarinn Miroslav Klose komst inn á milli leikmannana.
Orsökin á að vera of harkaleg tækling Rudiger á Kimmich. Miðjumaðurinn Julian Draxler, sem er á mála hjá PSG, fékk einnig olnbogaskot í andlitið frá Leroy Sane á sömu æfingu, það á þó að hafa verið óviljaverk.
Þýska liðið spilar vináttulandsleiki við Austurríki og Sádi-Arabíu á komandi dögum í undirbúningi sínum fyrir HM. Þjóðverjar hefja leik gegn Mexíkó á HM þann 17. júní á Luzhniki vellinum í Moskvu.
Sauð upp úr á æfingu þýska landsliðsins
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
