Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Lilja Rafney Magnúsdóttir Vísir Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar þingsins hefur samþykkt frumvarp til lækkunar veiðigjalda á útgerðina. Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og formaður nefndarinnar, segir verið að endurreikna veiðigjöld miðað við núverandi afkomu greinarinnar. Innheimt veiðigjald ársins 2017 var 8,4 milljarðar króna. Yrði veiðigjald almanaksársins 2018 endurreiknað á grundvelli niðurstaðna spálíkans veiðigjaldsnefndar myndi gjaldið nema um 7,2 milljörðum króna að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. „Þetta er stórpólitískt mál sem verið er að leggja fram alveg í blálok þingsins. Hér er verið að leggja til krónulækkun á öllum tegundum og verið að lækka veiðigjöldin úr 11 milljörðum króna í 8,3 milljarða króna. Þessa stóru ákvörðun á svo að keyra í gegnum þingið á mettíma,“ segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingar í atvinnuveganefnd. „Við erum að endurútreikna veiðigjöld miðað við afkomu greinarinnar í ár en ekki ársins 2015,“ segir Lilja Rafney. „Miðað við afkomu greinarinnar í ár er augljóst að hún hefur versnað frá því sem var áður. EBITDA-hagnaður útgerðanna er kominn niður í um 16 prósent sem er ákveðin þolmörk,“ bætir hún við.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í FæreyjumAlbertína Friðbjörg ElíasdóttirVísirLækkun veiðigjaldanna er krónutölulækkun á allan veiddan afla en einnig er hækkaður svokallaður afsláttur á minni útgerðir. Krónutölulækkun veiðigjalda er hins vegar þannig að þær útgerðir sem veiða flest kílóin upp úr sjó, þau fyrirtæki sem eru með mesta aflahlutdeild, fá mestu veiðigjaldalækkunina. „Það hefur alltaf verið talið að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd og reynt hefur verið að setja kerfið upp á þann veg. Nýtt frumvarp, sem við ætlum að leggja fram í haust, mun taka á þessum málum þar sem við reiknum veiðigjöld út frá afkomu í rauntíma en ekki afkomu fyrirtækja fyrir tveimur árum,“ segir Lilja. Albertína segir hagsmunaaðila fá afar stuttan frest til að skila inn umsögn um málið. Það sé skýrt dæmi um óvandaða stjórnsýslu. „Það er í raun óboðleg stjórnsýsla að meirihlutinn ætli aðeins að gefa rúman sólarhring í umsagnarferlið. Það er ekki í takt við það sem var lofað í upphafi stjórnarsamstarfs þessara flokka. Í öllu falli mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum stjórnarmeirihlutans.“Úr greinargerð með frumvarpinu„Óeðlilega hátt veiðigjald getur dregið úr starfshæfni fyrirtækja og samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum markaði. Slík þróun getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á m.a. þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að stórum hluta á tekjum af sjávarútvegi. Þá getur hátt veiðigjald ýtt undir frekari fækkun sjálfstæðra atvinnurekenda í sjávarútvegi en aflahlutdeildarhöfum hefur fækkað ört á síðustu árum eða um tæp 60% á 12 árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent