Gagnrýna laun bæjarstjóra í jafn litlum bæ og Seltjarnarnesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Launin sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, fær þykja ótæk. Vísir/GVA Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, fékk 1.939 þúsund krónur á mánuði í laun í fyrra og hækkuðu laun hennar um 150 þúsund krónur á mánuði milli ára. Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur kallað eftir því að launakjör bæjarstjórans verði endurskoðuð þar sem þau séu allt of há fyrir svo lítið bæjarfélag. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi fékk í fyrra greiddar 1.711.159 krónur á mánuði fyrir að gegna starfi bæjarstjóra, 208 þúsund krónur rúmar fyrir setu í bæjarstjórn og tæpar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í nefndum bæjarins. Alls rúmlega 1.939 þúsund krónur samanborið við 1.790 þúsund krónur árið 2016. Fréttablaðið hefur að undanförnu óskað eftir sundurliðun á launalið bæjarstjórnenda á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þótt laun Ásgerðar hafi ekki hækkað jafnmikið og margra annarra bæjarstjóra milli ára, þá er hún enn á meðal þeirra launahæstu á landinu. Aðeins bæjarstjórar Kópavogs, Garðabæjar og borgarstjóri Reykjavíkur eru með hærri laun. Bæjarstjórar Seltjarnarnesbæjar og Mosfellsbæjar eru á nánast sömu launum. Algeng bæjarstjóralaun á Íslandi eru annars á bilinu 1,5 til 1,7 milljónir á mánuði. Hæstu launin eru í mörgum tilfellum hærri en hjá borgarstjórum stórborga úti í heimi.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi.Samfylkingin á Seltjarnarnesi gagnrýndi launakjör bæjarstjórans á fundi bæjarráðs fyrr í þessum mánuði. Bentu bæjarfulltrúar flokksins á að laun bæjarstjórnenda hefðu hækkað um rúm 30 prósent á kjörtímabilinu öllu. Bæjarfulltrúar hafi afþakkað launahækkun kjararáðs og tengt sig við almenna launavísitölu. Launakjör bæjarstjórans tækju þó áfram mið af launum ráðuneytisstjóra. Bókuninni fylgdi áskorun á nýja bæjarstjórn, sem nú liggur fyrir að verður óbreyttur meirihluti Sjálfstæðisflokks, að endurskoða þessa launatengingu. „Enda teljum við ótækt að framkvæmdastjóri í jafn litlu sveitarfélagi og Seltjarnarnesbæ sé með rúmlega sexföld laun lægst launaða starfsmanns sveitarfélagsins ásamt bílastyrk og annarra stjórnarlauna,“ sögðu Guðmundur Ari Sigurjónsson og Sigurþóra Bergsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingar, í bókun sinni. Íbúar á Seltjarnarnesi eru um 4.500 talsins. Ásgerður svaraði því og sagði að engin tillaga hefði komið frá minnihlutanum á kjörtímabilinu um að endurskoða launin, fyrr en þarna, rúmum tveimur vikum fyrir kosningar. Laun bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar hækkuðu sömuleiðis lítið eitt milli áranna 2016 og 2017 samkvæmt upplýsingum frá bænum. Laun bæjarstjórnar námu alls 19,4 milljónum í fyrra samanborið við 18,5 milljónir árið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00 Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Bæjarstjóri hækkað um hálfa milljón Grunnlaun bæjarstjóra Garðabæjar hækkuðu um 27 prósent á kjörtímabilinu. Laun og hlunnindi námu rúmum 2,5 milljónum á mánuði í fyrra. Launahærri en borgarstjóri og forsætisráðherra. Bæjarfulltrúi vildi auka gagnsæi um laun stjórnenda bæjarins. 28. mars 2018 08:00
Fékk 360 þúsund króna viðbót Mánaðarlaun Haraldar Sverrissonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ, hækkuðu um 360.000 krónur í fyrra. Laun bæjarstjórnarinnar hækkuðu um tæp 34 prósent. Bæjarstjórinn meðal launahæstu bæjarstjóra landsins. 28. maí 2018 08:00