Tom Cruise birtir mynd af sér á tökustað Top Gun 2 Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 15:32 Tom Cruise. Vísir/Getty Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein