Tom Cruise birtir mynd af sér á tökustað Top Gun 2 Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2018 15:32 Tom Cruise. Vísir/Getty Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018 Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur á framhaldi af hinni feyki vinsælu mynd Top Gun eru hafnar, ef marka má Twitter-reikning stórleikarans Tom Cruise. Fyrri Top Gun myndin kom út árið 1986 en hún segir frá ofurhuganum Peter Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sem kemst inn í orrustuflugmannanám í Miramar-flugskólanum. Mitchell, sem fær viðurnefnið „Maverick“ er þjakaður af dularfullum dauðdaga föður síns og þráir fátt heitara en að vera efstur í náminu, en hann fær harða samkeppni frá erkióvini sínum „Iceman“, leikinn af Val Kilmer. Framhaldsmyndin hefur fengið nafnið Top Gun: Maverick en leikstjóri myndarinnar er Joseph Kosinski, sá hinn sami og gerði myndina Oblivion sem tekin var að stórum hluta upp hér á landi og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverki. Cruise greindi frá því í fyrra að framhald Top Gun færi í framleiðslu árið 2018 og birti í dag mynd af sér í orrustugalla fyrir framan orrustuþotu en yfir myndina er ritað „Feel the need“ sem er vísun í fræga línu í fyrri myndinni.#Day1 pic.twitter.com/7jjPL277Es— Tom Cruise (@TomCruise) May 31, 2018
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira