Lillestrøm og Brann gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 11. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Lillestrøm komst yfir á 35. mínútu með marki frá Nígeríumanninum Ifeanyi Matthew og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimaliðinu.
Það var síðan ekki fyrr en á 83. mínútu sem Brann jafnaði leikinn með marki frá Ludcinio Marengo. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1.
Brann situr á toppi deildarinnar með 27 stig en liðið hefur ekki tapað leik á árinu. Meistararnir í Rosenborg sitja í 2. sætinu með 24 stig.
Lillestrøm eru aftur á móti að berjast í neðri hluta deildarinnar og er liðið í 11. sæti með 11 stig eftir 11 leiki.
Brann enn taplausir á toppnum í Noregi
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti




„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn


