Mútugreiðslur séu freistandi í byggingariðnaðinum á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Mútugreiðslur og óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma sjaldan inn á borð eftirlitsaðila. Vísir/Pjetur Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Nokkuð er um mútubrot og aðra óeðlilega fyrirgreiðslu í byggingariðnaði á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar. Mútugreiðslur og aðrar ólöglegar eða óeðlilegar fyrirgreiðslur í viðskiptalífinu koma þó sjaldan inn á borð eftirlitsaðila í refsivörslukerfinu og dómar sem fallið hafa á þessu sviði eru mjög fáir. Þó eru dæmi um slíka háttsemi. Fyrirgreiðslan sem boðin er eða óskað er eftir, gegn því að samningur um sölu lóðar eða stór byggingarverkefni gangi í gegn, getur verið með ýmsum hætti. Í samtölum blaðsins við fjárfesta í umræddum iðnaði, verktaka og aðra sem til þekkja, hafa verið nefnd dæmi allt frá hagstæðu verði á þakíbúðum bygginga sem rísa eiga á umræddum byggingarreit til fyrirheita um margar milljónir í reiðufé í brúnum bréfpokum. Þótt algengara sé að boð um sérstaka fyrirgreiðslu komi frá væntanlegum fjárfesti eða verktaka nefna heimildarmenn einnig dæmi um að óskir um greiðslu í reiðufé komi frá seljanda eða verkkaupa. Þeir sem taka við slíku mútufé eru ekki endilega sjálfir eigendur hagsmunanna sem um er að tefla heldur gjarnan þriðju aðilar á borð við fasteignasala eða aðra sem eru í aðstöðu til að liðka til fyrir viðskiptunum. „Hvort tveggja er refsivert, hvort heldur menn eru að þiggja mútur eða bjóða, og gildir þá einu hvort það er í einka- eða opinbera geiranum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknariHann segir hækkun fasteignaverðs og mikla eftirspurn eftir lóðum og fasteignum auka hættu á brotum af þessu tagi. „Freistnivandinn verður til þegar verðið á þessum gæðum verður svona hátt,“ segir Ólafur. Aðspurður um eftirlit og rannsóknir á mútugreiðslum og hvort það sé ekki erfiðleikum bundið vegna þess að erfitt sé að rekja slíkar greiðslur, segir Ólafur að viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé ættu að vekja athygli í kerfinu. Vinnuhópur á vegum samtaka Evrópuríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka lauk nýverið sinni fjórðu úttekt hér á landi. Í niðurstöðum kemur meðal annars fram að íslensk stjórnvöld hafi takmarkaðan skilning á hættum sem fylgja peningaþvætti og þótt lagaumhverfið sé gott hafi rannsóknum og eftirliti með peningaþvætti ekki verið nægilega vel sinnt. Í fréttatilkynningu um niðurstöður úttektarinnar á vef Stjórnarráðsins er helstu úrbóta stjórnvalda getið, þar á meðal innleiðingar nýs upplýsingatæknikerfis hjá peningaþvættisskrifstofu héraðssaksóknara, sem ætlað er að hraða vinnslu og greiningu tilkynninga og aukið samstarf milli þeirra sem koma að málaflokknum. Ólafur segir að eftirlitið verði markvissara með samstarfi fleiri aðila eins og Fjármálaeftirlits, banka, eftirlitsstofnana með fasteignasölum, bílasölum og öðrum sem höndli með dýra lausafjármuni. „Þessum aðilum er ætlað að tilkynna grunsamleg viðskipti, og viðskipti með háar fjárhæðir í reiðufé falla þar undir,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira