Pepsimörkin: „Góðu liðin fá dómarann með sér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. maí 2018 09:30 Íraninn Shahab Zahedi Tabar var í sviðsljósinu í leik Fylkis og ÍBV í fjórðu umferð Pepsi deildar karla. Hann var tekinn til umræðu í Pepsimörkunum um helgina. Skoðað var atvik þar sem Shahab virðist nota hendina til þess að blaka boltanum áfram inn fyrir varnarlínu Fylkis en svo braut Ari Leifsson á honum. Dómari leiksins Helgi Mikael Jónasson, dæmdi ekki neitt. „Ef hann notar öxlina þá átti að dæma á það, en ég vildi sjá Helga bara svara þessu,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna, en Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var í settinu hjá Pepsimörkunum. „Þetta gerist beint fyrir framan mig. Hann braut á honum, jú vissulega gerði hann það, en hinn náttúrulega tekur boltann inn fyrir með hendinni og þá á að dæma það. En er ekki yfirleitt talað um það að góðu liðin fái dómarann með sér?“ sagði Helgi kokhraustur og uppskar mikil hlátrasköll frá sérfræðingunum. Stjórnandi þáttarins, Hörður Magnússon, benti á að Shahab hafi ákveðið orð á sér sem hafi áhrif á dómara leiksins og aðra. „Ég er ósammála Helga varðandi það að þó hann hafi tekið hann inn með hendinni þá réttlætir það ekki að dæma ekki brot og rautt spjald þegar hann sleppur inn fyrir,“ sagði sérfræðingurinn Freyr Alexandersson. „Auðvitað var fyrst hendi en það var ekki dæmt á það. Ef þeir sáu brotið þegar hann er kominn inn fyrir sem allir sáu, þá er það bara brot og rautt.“ Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
Íraninn Shahab Zahedi Tabar var í sviðsljósinu í leik Fylkis og ÍBV í fjórðu umferð Pepsi deildar karla. Hann var tekinn til umræðu í Pepsimörkunum um helgina. Skoðað var atvik þar sem Shahab virðist nota hendina til þess að blaka boltanum áfram inn fyrir varnarlínu Fylkis en svo braut Ari Leifsson á honum. Dómari leiksins Helgi Mikael Jónasson, dæmdi ekki neitt. „Ef hann notar öxlina þá átti að dæma á það, en ég vildi sjá Helga bara svara þessu,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna, en Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var í settinu hjá Pepsimörkunum. „Þetta gerist beint fyrir framan mig. Hann braut á honum, jú vissulega gerði hann það, en hinn náttúrulega tekur boltann inn fyrir með hendinni og þá á að dæma það. En er ekki yfirleitt talað um það að góðu liðin fái dómarann með sér?“ sagði Helgi kokhraustur og uppskar mikil hlátrasköll frá sérfræðingunum. Stjórnandi þáttarins, Hörður Magnússon, benti á að Shahab hafi ákveðið orð á sér sem hafi áhrif á dómara leiksins og aðra. „Ég er ósammála Helga varðandi það að þó hann hafi tekið hann inn með hendinni þá réttlætir það ekki að dæma ekki brot og rautt spjald þegar hann sleppur inn fyrir,“ sagði sérfræðingurinn Freyr Alexandersson. „Auðvitað var fyrst hendi en það var ekki dæmt á það. Ef þeir sáu brotið þegar hann er kominn inn fyrir sem allir sáu, þá er það bara brot og rautt.“ Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00