22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Þarna er Battiston búinn að skjóta á markið og skömmu síðar fékk hann mjöðmina á Schumacher í andlitið af fullum krafti. Afleiðingarnar voru alvarlegar. vísir/afp Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00