Leðurjakkinn bestu kaupin Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2018 08:00 Guðný Ásberg er mikill fagurkeri og hefur gaman af tísku og förðun. Vísir/Anton Brink „Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég hef alltaf fylgst vel með tískunni, ekki síst götutískunni,“ segir Guðný Ásberg, nemi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Meðfram námi vinnur hún hjá Hjallastefnunni, nánar tiltekið á leikskólanum Öskju, en Guðný stefnir á að ljúka stúdentsprófi innan skamms. Um árabil hefur hún einnig starfað hjá Sambíóunum Álfabakka. Áhugamálin eru mörg en Guðný segir að sér finnist einna skemmtilegast að ferðast og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum. „Ég hef líka mikinn áhuga á förðun. Sjálf lærði ég förðun við Reykjavík Make Up School og útskrifaðist ég þaðan fyrir rúmum tveimur árum.“Jakkinn er úr H&M og klúturinn, sem setur mikinn svip á heildarútlitið, er úr Zara. Vísir/Anton BrinkRokkbolir í bland við fínni föt Þegar Guðný er spurð hvar hún fylgist helst með nýjum tískutrendum segist hún fylgjast með Instagram og skoði Pinterest af og til. „Af því sem ég hef séð verða sumarlegir kjólar með blómamynstri áberandi á næstunni. Það verður líka vinsælt að blanda saman gömlum rokkbolum og fínni flíkum. Svo er ekki spurning um að glær veski, hlébarðamynstur og rautt og bleikt kombó verður í tísku í sumar,“ segir hún.Bolurinn er úr Zara og buxurnar frá Uniqlo. Veskið er einnig úr Zara.Vísir/Anton BrinkÁ mikið af skóm Þegar Guðný er spurð hvaða flík sé í uppáhaldi hjá henni kemur í ljós að það er pels sem hún keypti á flóamarkaði fyrr í vor. „Ég keypti þennan pels af eldri manni sem var að selja hann fyrir móður sína sem býr í Texas. Um er að ræða kálfapels sem ég fékk á fimmtíu dollara. Ég get líka alltaf bætt við skóm, þótt ég eigi eiginlega of mikið af þeim. Ég hef ekki ákveðið hvort ég kaupi mér eitthvað nýtt í fataskápinn í sumar en það er aldrei að vita.“Guðný fékk þessa fögru tösku í Prada í Los Angeles.Vísir/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira