20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 12:30 Saeed Al-Owairan á ferðinni gegn Belgíu. vísir/getty Argentínska fótboltagoðið Diego Armando Maradona skoraði það sem er talið af flestum flottasta mark í sögu HM í átta liða úrslitum keppninnar á móti Englandi árið 1986 á HM í Mexíkó. Maradona fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi, sneri af sér varnarmann og tók á einhvern rosalegasta sprett sem sést hafði þar til arftaki hans Lionel Messi byrjaði að leika sér með boltann á stóra sviðinu um tveimur áratugum síðar. Þessu marki muna allir eftir. En, það muna færri eftir því þegar að Saeed Al-Owairan, landsliðsmaður Sádi-Arabíu, skoraði ekki ósvipað mark í riðlakeppni HM 1994 í Bandaríkjunum og tryggði sínu liði óvæntan sigur á móti Belgíu. Markið er á öllum topplistum yfir fallegustu mörk HM á síðustu öld og heldur vafalítið sæti sínu ofarlega á sömu listum þrátt fyrir að heimsmeistaramótum 21. aldarinnar sé bætt við. Markið er ótrúlegt og saga markaskorarns sömuleiðis.Geggjaður sprettur Saeed Al-Owairan varð aldrei þekktur sem fótboltamaður nema út af þessu marki. Hann var 26 ára þegar að HM 1994 rann í garð og hafði þá aldrei spilað utan heimalandsins vegna reglna um slíkt þar í landi. Hann spilaði allan ferilinn með liðinu Riyadh í heimalandinu og fékk ekki einu einni leyfi til að spreyta sig í Evrópu þrátt fyrir mikinn áhuga á sér eftir að hann skoraði þetta ótrúlega mark. Belgum dugði jafntefli gegn Sádi-Arabíu í lokaumferðinni til að tryggja sig áfram með Hollendingum en sátu eftir með sárt ennið þökk sé marki Al-Owairan. Það var strax á fimmtu mínútu sem að hann fékk sendingu frá liðsfélaga sínum og reykspólaði af stað í átt að marki Belganna. Hann hljóp ríflega 60 metra með boltann, fíflaði fimm Belga og skoraði með góðu skoti framhjá Michel Preud'homme, einum besta markverði þess tíma. „Þetta er flottast mark mótsins,“ öskraði lýsandinn og hann laug engu. Sádarnir komust í 16 liða úrslit í fyrsta og eina skipti í sögu þjóðarinnar þökk sé markinu ótrúlega en fengu 3-1 skell í 16 liða úrslitum þar sem verðandi bronsverðlaunahafar Svía reyndust of stór biti fyrir þá.Eina lið Sádi-Arabíu sem hefur komist upp úr riðli.vísir/gettyHeima má ekki djamma og djúsa Væntingarnar í Sádi-Arabíu þegar kemur að HM eru ekki miklar og hafa leikmenn liðsins fengið veglegar gjafir fyrir það eitt að vinna einn leik og stundum hreinlega að skora eitt mark. Það átti við í þessu tilfelli því Al-Owairan var mikil hetja í heimalandinu eftir þetta mark en við heimkomuna afhenti þáverandi konungur Sádi-Arabíu honum lykla af lúxus bifreið. Eftir það fór allt saman niður á við hjá framherjanum. Al-Owairan var mikill djammari og hann réð ekkert við frægðina. „Markið var tvíeggja sverð fyrir mig. Það var frábært að mörgu leyti en líka skelfilegt því það gerði mig frægan og allir fylgdust með mér,“ sagði hann í viðtali við NY Times í aðdraganda HM 1998. Markaskorarinn lenti tvisvar í miklum vandræðum. Fyrst stakk hann af frá félagi sínu til að slaka á í Marokkó og fékk fyrir það sekt og skammir en árið 1996 sá lögreglan hann drekka og skemmta sér með konum sem ekki voru frá Sádi-Arabíu. Ekki nóg með það heldur var hann að djamma á Ramadan, heilagasta tíma Araba. Al-Owairan var hent í steininn í hálft ár fyrir skemmtanahöldin og hann bannaður frá fótbolta í heilt ár. Hann missti af Asíubikarnum árið 1996 þar sem hans menn stóðu uppi sme sigurvegarar og tryggðu sér sæti á HM 1998.Sádarnir voru kátir í stúkunni.vísir/gettyEkki sama ævintýrið Þrátt fyrir að sitja inni og vera orðinn að hálfgerðri þjóðarskömm komst Al-Owairan aftur í landsliðið. Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum í sömu keppni og Al-Owairan skoraði markið fræga í, var tekinn við Sádunum og vildi fá hann með til Frakklands. „Hann er kominn aftur og hefur lagt mikið á sig til þess. Mér var sagt að hann væri orðinn feitur eftir fangelsisdvölina en hann er í fínu formi,“ sagði brasilíski þjálfarinn fyrir HM 1998 þar sem hann vonaðist eftir öðru eins draumamarki frá Al-Owairan. Ekkert varð úr því. Al-Owairan spilaði tvo af þremur leikjum Sádi-Arabíu í riðlakeppninni sem töpuðust báðir og ekki skoraði hann mark. Sáda-liðið skoraði heldur ekkert fyrr en í þriðja leik þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Suður-Afríku en það var ekki nóg. Landsliðsferli Saeed Al-Owairan, sem hafði fjórum árum áður orðið heimsfrægur og verið kjörinn knattspyrnumaður Asíu, var lokið. Nú var enginn lúxus bíll í boði og ekkert sviðsljós. Köttur úti í mýri. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Argentínska fótboltagoðið Diego Armando Maradona skoraði það sem er talið af flestum flottasta mark í sögu HM í átta liða úrslitum keppninnar á móti Englandi árið 1986 á HM í Mexíkó. Maradona fékk þá boltann á eigin vallarhelmingi, sneri af sér varnarmann og tók á einhvern rosalegasta sprett sem sést hafði þar til arftaki hans Lionel Messi byrjaði að leika sér með boltann á stóra sviðinu um tveimur áratugum síðar. Þessu marki muna allir eftir. En, það muna færri eftir því þegar að Saeed Al-Owairan, landsliðsmaður Sádi-Arabíu, skoraði ekki ósvipað mark í riðlakeppni HM 1994 í Bandaríkjunum og tryggði sínu liði óvæntan sigur á móti Belgíu. Markið er á öllum topplistum yfir fallegustu mörk HM á síðustu öld og heldur vafalítið sæti sínu ofarlega á sömu listum þrátt fyrir að heimsmeistaramótum 21. aldarinnar sé bætt við. Markið er ótrúlegt og saga markaskorarns sömuleiðis.Geggjaður sprettur Saeed Al-Owairan varð aldrei þekktur sem fótboltamaður nema út af þessu marki. Hann var 26 ára þegar að HM 1994 rann í garð og hafði þá aldrei spilað utan heimalandsins vegna reglna um slíkt þar í landi. Hann spilaði allan ferilinn með liðinu Riyadh í heimalandinu og fékk ekki einu einni leyfi til að spreyta sig í Evrópu þrátt fyrir mikinn áhuga á sér eftir að hann skoraði þetta ótrúlega mark. Belgum dugði jafntefli gegn Sádi-Arabíu í lokaumferðinni til að tryggja sig áfram með Hollendingum en sátu eftir með sárt ennið þökk sé marki Al-Owairan. Það var strax á fimmtu mínútu sem að hann fékk sendingu frá liðsfélaga sínum og reykspólaði af stað í átt að marki Belganna. Hann hljóp ríflega 60 metra með boltann, fíflaði fimm Belga og skoraði með góðu skoti framhjá Michel Preud'homme, einum besta markverði þess tíma. „Þetta er flottast mark mótsins,“ öskraði lýsandinn og hann laug engu. Sádarnir komust í 16 liða úrslit í fyrsta og eina skipti í sögu þjóðarinnar þökk sé markinu ótrúlega en fengu 3-1 skell í 16 liða úrslitum þar sem verðandi bronsverðlaunahafar Svía reyndust of stór biti fyrir þá.Eina lið Sádi-Arabíu sem hefur komist upp úr riðli.vísir/gettyHeima má ekki djamma og djúsa Væntingarnar í Sádi-Arabíu þegar kemur að HM eru ekki miklar og hafa leikmenn liðsins fengið veglegar gjafir fyrir það eitt að vinna einn leik og stundum hreinlega að skora eitt mark. Það átti við í þessu tilfelli því Al-Owairan var mikil hetja í heimalandinu eftir þetta mark en við heimkomuna afhenti þáverandi konungur Sádi-Arabíu honum lykla af lúxus bifreið. Eftir það fór allt saman niður á við hjá framherjanum. Al-Owairan var mikill djammari og hann réð ekkert við frægðina. „Markið var tvíeggja sverð fyrir mig. Það var frábært að mörgu leyti en líka skelfilegt því það gerði mig frægan og allir fylgdust með mér,“ sagði hann í viðtali við NY Times í aðdraganda HM 1998. Markaskorarinn lenti tvisvar í miklum vandræðum. Fyrst stakk hann af frá félagi sínu til að slaka á í Marokkó og fékk fyrir það sekt og skammir en árið 1996 sá lögreglan hann drekka og skemmta sér með konum sem ekki voru frá Sádi-Arabíu. Ekki nóg með það heldur var hann að djamma á Ramadan, heilagasta tíma Araba. Al-Owairan var hent í steininn í hálft ár fyrir skemmtanahöldin og hann bannaður frá fótbolta í heilt ár. Hann missti af Asíubikarnum árið 1996 þar sem hans menn stóðu uppi sme sigurvegarar og tryggðu sér sæti á HM 1998.Sádarnir voru kátir í stúkunni.vísir/gettyEkki sama ævintýrið Þrátt fyrir að sitja inni og vera orðinn að hálfgerðri þjóðarskömm komst Al-Owairan aftur í landsliðið. Carlos Alberto Parreira, sem gerði Brasilíu að heimsmeisturum í sömu keppni og Al-Owairan skoraði markið fræga í, var tekinn við Sádunum og vildi fá hann með til Frakklands. „Hann er kominn aftur og hefur lagt mikið á sig til þess. Mér var sagt að hann væri orðinn feitur eftir fangelsisdvölina en hann er í fínu formi,“ sagði brasilíski þjálfarinn fyrir HM 1998 þar sem hann vonaðist eftir öðru eins draumamarki frá Al-Owairan. Ekkert varð úr því. Al-Owairan spilaði tvo af þremur leikjum Sádi-Arabíu í riðlakeppninni sem töpuðust báðir og ekki skoraði hann mark. Sáda-liðið skoraði heldur ekkert fyrr en í þriðja leik þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Suður-Afríku en það var ekki nóg. Landsliðsferli Saeed Al-Owairan, sem hafði fjórum árum áður orðið heimsfrægur og verið kjörinn knattspyrnumaður Asíu, var lokið. Nú var enginn lúxus bíll í boði og ekkert sviðsljós. Köttur úti í mýri.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00