Sérsveitin okkar gætir líka Netanyahu-bræðra Aðalheiður Ámundadóttir og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 26. maí 2018 06:00 Avner og Yair Netanyahu sjást hér með föður sínum Benjamin í Jerúsalem árið 2013. Bræðranna er vel gætt. Vísir/epa Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra sinnir gæslu á sonum Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, meðan þeir eru staddir hér á landi í einkaerindum. Ástæðan er að ríkislögreglustjóri heimilaði sonunum að taka með sér vopnaða lífverði til landsins, en þá kveða reglur á um að þeir starfi undir stjórn og eftirliti íslenskra lögregluyfirvalda. Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitarmanna við þessa gæslu. Greint var frá heimsókn Avner og Yair Netanyahu í vikunni en þeir eru hvorki hér í opinberum erindagjörðum né á vegum ísraelska ríkisins heldur í einkaferð. Synirnir njóta verndar lífvarðasveitar þegar þeir ferðast erlendis en það fyrirkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt í heimalandinu. Öryggisgæslan er öll fremur umdeild enda hafa erlendir fjölmiðlar greint frá því að hún sé þvert á ráðleggingar fyrrverandi yfirmanns opinberrar öryggisþjónustu Ísraels. Þessir vopnuðu lífverðir komu með bræðrunum hingað til lands og til þess þurfti sérstakt leyfi.Sjá einnig: Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri getur heimilað erlendum lögreglumönnum og öryggisvörðum að bera vopn við störf sín hér á landi með vísan í 45. grein reglna um um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVAForsenda þess er þó að þeir starfi undir stjórn lögreglunnar og fylgi reglum um vopnaburð og notkun vopna að öllu leyti. Ríkislögreglustjóri gefur út sérstök skírteini fyrir þessa lífverði. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri að Netanyahu-bræður og lífverðir þeirra njóti gæslu sérsveitar ríkislögreglustjóra. Það sem meira er, íslenska ríkið borgi brúsann. „Ríkislögreglustjóri ber alfarið kostnað af vinnu sérsveitar, enginn reikningur er sendur Ísraelum vegna vinnu sérsveitarmanna. Upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu eru ekki veittar.“ Haraldur segir í samtali við Fréttablaðið að ekki sé gerður greinarmunur á því hvort um opinbera eða einkaheimasókn sé að ræða þegar einstaklingar komi hingað með vopnaða öryggisverði. „Mér skilst að þeir séu hér í einkaerindum með vopnaða lífverði með í för og þá fara íslenskir sérsveitarmenn með stjórn þeirrar heimsóknar, þetta er skýrt í reglunum.“ Aðspurður segir Haraldur svona nokkuð algengt. „Já, í gegnum tíðina þegar litið er til baka er þetta algengt. Þessi háttur, sem hafður er á varðandi þessa tilteknu heimsókn, er ekki nýmæli.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Synir Netanjahú með vopnaða lífverði á Íslandi Ríkislögreglustjóri veitti leyfi fyrir því að lífverðir sona ísraelska forsætisráðherrans bæru skotvopn á meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur. 24. maí 2018 14:45
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent