Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði? Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2018 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á æfingu liðsins í gær. Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira
Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjá meira