Kolbrún var til viðtals í ráðhúsinu í morgun og sagði aðspurð að kosningabaráttan hafi gengið mjög vel.
„Þetta hefur gengið mjög vel, þetta hefur verið krefjandi en spennandi og yndisleg áskorun fyrir mig. Ég er þakklát fyrir að hafa verið valin oddviti Flokks fólksins og við höfum alla tíð verið mjög bjartsýn.“