Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 14:15 Ólafur Stefánsson í leik með Magdeburg. vísir/getty „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira