„Hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 00:47 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm „Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
„Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45