Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 02:17 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, var að vonum ekkert sérstaklega sáttur en þó brattur þegar lokatölur í Eyjum lágu fyrir. Niðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, sem haft hefur meirihluta á Eyjunni fögru í lengri tíma, tapar manni og þar með meirihlutanum. „Þetta er ótrúlegt. Þær eru glettnar örlagadísirnar,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði skipaði fimmta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, náði þremur fulltrúum eins og Sjálfstæðisflokkurinn þótt fylgið væri töluvert minna. Aðeins munaði örfáum atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjórða manninn á kostnað Fyrir Heimaey. „Tólf af fjórtán frambjóðendum H-listans voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn. Staðan er talsvert ný, önnur staðan en ég hef nokkurn tímann kynnst.“ Aðspurður um þær viðræður sem fari í hönd, hvort einhverjar líkur séu á að hann verði bæjarstjóri í nýjum meirihluta, er svarið skýrt. „Ég tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina,“ segir Elliði. Munað hafi líka að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki notið stuðnings Páls Magnússonar, oddvita flokksins á þingi. „Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans. Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey. Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.Uppfært klukkan 09:09 Í fyrri útgáfu stóð að Elliði ætlaði að tæma skrifborðið fyrir næstu helgi. Hið rétt er að hann sagðist hafa verið búinn að taka vel til í því fyrir helgina. Beðist er velvirðingar á þessu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48