„Vinstrið er að fá rassskellingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2018 11:17 Líf bregður á leik í sjónvarpssal í gær. Hún telur mikilvægt að Vinstri græn komi að meirihlutaviðræðum, sem verða vart haldnar án aðkomu Eyþórs Arnalds eða Dags B. Eggertssonar, sem sjást með henni á mynd. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, var eini frambjóðandi flokksins sem náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum í gær. Hún segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn, auk þess sem nýir flokkar njóti líklega góðs af „nýjum spilum“. Þá telur Líf mikilvægt að flokkurinn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar féll í sveitastjórnarkosningunum í gær. Vinstri græn hlutu 4,6% atkvæða og tapar 3,7% prósentustigum frá því í síðustu kosningum, þar sem flokkurinn fékk 8,3% atkvæða.Nýir flokkar taka fylgi Líf segir í samtali við Vísi að niðurstaðan sé óverðskulduð. „Að sjálfsögðu eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði og ég ætla að segja eins og er að þetta er algjörlega óverðskuldað, finnst mér, af því að við höfum komið til leiðar mjög mörgum framfaramálum í borginni á kjörtímabilinu,“ segir Líf. „En vinstrið er að fá rassskellingu,“ bætir hún við. Þá telur hún augljóst að nýir flokkar eins og Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn hafi tekið fylgi af Vinstri grænum, auk smáframboða á borð við Kvennahreyfinguna. Líf segir nýju flokkanna mögulega njóta góðs af reynsluleysi í borgarstjórn. „Þessir flokkar sem byrja með nýtt spil eiga kannski eftir að vera í sömu stöðu og við í Vinstri grænum einn daginn,“ segir Líf. Sárir vinstrimenn vilja líka refsa Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur verið umdeilt, sérstaklega meðal flokksfélaga innan Vinstri grænna. Þegar Líf er innt eftir því hvort fylgistapið megi e.t.v. rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins segir hún að niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna sé engum að kenna. „Við erum bara búin að vera í ríkisstjórn í fimm mánuði, við erum ekki farin að sjá öll góðu verkin sem þessi ríkisstjórn er að leiða í gegn. Það er ekki komin reynsla á þetta ríkisstjórnarsamstarf og menn eru kannski enn í sárum, okkar kjósendur,“ segir Líf. „Og ég held að þegar vinstri menn verða sárir, vegna þess að þeir eru að drepast úr réttlætiskennd og ég elska það, þá vilja þeir líka refsa.“ Um mögulega aðkomu Vinstri grænna að meirihluta í nýkjörinni borgarstjórn segir Líf að engar þreifingar séu enn hafnar af sinni hálfu. Hún segist þó vera að meta samningsstöðu flokksins og telur mikilvægt að hann komi að samningsborðinu. „Aldrei að vanmeta Vinstri græn,“ segir Líf.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44