Guðlaugur um meiðsli Sigurbergs: „Þetta lítur ekki vel út“ Þór Símon skrifar 27. maí 2018 20:00 Guðlaugur í Keflavíkur-treyjunni. vísir/keflavík Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, var eðlilega vonsvikinn eftir 3-1 tap gegn ÍBV á heimavelli í dag. Hann segir að liðið geti ekki verið að gefa mörk. „Það virðist vera hnéð. Við erum ekki búnir að fá greiningu strax en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, um alvarleg meiðsli Sigurbergs sem var borinn af velli í upphafi seinni hálfleiks. Einstaklega mikið áfall þar sem Sigurbergur er bara nýlega búinn að ná sér á erfiðum hnémeiðslum en nú virðist baráttan vera að hefjast að nýju. Keflavík átti fjöldan allan af færum en náði ekki að setja boltan í netið en ÍBV sigraði 3-1 að lokum. „Við vorum með yfirhöndina í leiknum og sköpuðum ógrynni af færum. En við erum að gefa mörk og það er ljóst að ef við ætlum að sækja stíft þá getum við ekki verið að gefa mörk,“ sagði Guðlaugur en ÍBV skoraði eitt af þremur mörkum sínum eftir skelfileg mistök Sindra, markmanns Keflavíkur. Ekki nóg með það heldur átti Keflavík þrjú skot í stöngina. „Þetta féll engan veginn með okkur í dag en þetta féll svo sannarlega fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur sem segir margt jákvætt sé hægt að taka úr leiknum en Keflavík bíður erfið fallbarátta í sumar. „Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik. Sköpum fleiri færi en við höfum verið að gera. En þessar gjafir sem við færum þeim í dag eru slæmar og við þurfum að lagfæra þær,“ sagði Guðlaugur en Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, þremur stigum á eftir ÍBV sem er í 11. sæti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-3 | Fyrsti sigur Eyjamanna Eyjamenn eru komnir með fimm stig eftir sigurinn gegn Keflavík í Reykjanesbæ. Keflavík er enn án sigurs og er á botninum. 27. maí 2018 19:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, var eðlilega vonsvikinn eftir 3-1 tap gegn ÍBV á heimavelli í dag. Hann segir að liðið geti ekki verið að gefa mörk. „Það virðist vera hnéð. Við erum ekki búnir að fá greiningu strax en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, um alvarleg meiðsli Sigurbergs sem var borinn af velli í upphafi seinni hálfleiks. Einstaklega mikið áfall þar sem Sigurbergur er bara nýlega búinn að ná sér á erfiðum hnémeiðslum en nú virðist baráttan vera að hefjast að nýju. Keflavík átti fjöldan allan af færum en náði ekki að setja boltan í netið en ÍBV sigraði 3-1 að lokum. „Við vorum með yfirhöndina í leiknum og sköpuðum ógrynni af færum. En við erum að gefa mörk og það er ljóst að ef við ætlum að sækja stíft þá getum við ekki verið að gefa mörk,“ sagði Guðlaugur en ÍBV skoraði eitt af þremur mörkum sínum eftir skelfileg mistök Sindra, markmanns Keflavíkur. Ekki nóg með það heldur átti Keflavík þrjú skot í stöngina. „Þetta féll engan veginn með okkur í dag en þetta féll svo sannarlega fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur sem segir margt jákvætt sé hægt að taka úr leiknum en Keflavík bíður erfið fallbarátta í sumar. „Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik. Sköpum fleiri færi en við höfum verið að gera. En þessar gjafir sem við færum þeim í dag eru slæmar og við þurfum að lagfæra þær,“ sagði Guðlaugur en Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, þremur stigum á eftir ÍBV sem er í 11. sæti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-3 | Fyrsti sigur Eyjamanna Eyjamenn eru komnir með fimm stig eftir sigurinn gegn Keflavík í Reykjanesbæ. Keflavík er enn án sigurs og er á botninum. 27. maí 2018 19:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-3 | Fyrsti sigur Eyjamanna Eyjamenn eru komnir með fimm stig eftir sigurinn gegn Keflavík í Reykjanesbæ. Keflavík er enn án sigurs og er á botninum. 27. maí 2018 19:30