Forseti Íslands í viðtali á Ítalíu og rifjaði þar upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 14:30 Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson og Paolo Rossi með heimsmeistarabikarinn 1982. Samsett/Getty Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, var í viðtali hjá ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport í tilefni af HM í fótbolta í Rússlandi og þar sagði hann frá 36 ára gamalli upplifun sinni. Guðni Th. var nefnilega staddur á Ítalíu sumarið 1982 þegar Ítalir urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn eftir seinni heimsstyjöldina. Ítalir byrjuðu keppnina á Spáni illa en enduðu hana frábærlega með 3-1 sigri á Vestur Þýskalandi í úrslitaleiknum í Madríd. Mörk ítalska liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Paolo Rossi, Marco Tardelli og Alessandro Altobelli. Guðni rifjaði upp ítalskan fótboltasöng frá 1982 þar sem heimamenn sungu til markaskoraranna þriggja þessa ógleymanlegu sumardaga á Ítalíu. Þetta sumar var Guðni Th. fjórtán ára gamall. Það má sjá Guðna Th. segja frá þessu hér fyrir neðan en ítalski blaðamaðurinn birti þetta á Twitter.Rossi, Tardelli, Al-to-bel-li!! @PresidentISL has a message and a memory for us #FORZAISLANDA@Gazzetta_it@footballicelandpic.twitter.com/4652L5rjom — Filippo Conticello (@FilippoCont) May 28, 2018 Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi þar sem þeir sátu eftir í umspilinu eftir tap á móti Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem ítalir eru ekki með í úrslitakeppni HM. Ítalir hafa fjórum sinnum orðið heimsmeistarar, fyrst 1934 og 1938, svo 1982 og síðast á HM í Þýskalandi 2006. Nú er bara spurning hvort að orð Guðna auki við áhuga Ítala á íslenska landsliðinu og hvort að Ísland verði jafnvel uppáhaldsslið Ítala á heimsmeistaramótinu í sumar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira