Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 14:49 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, segist telja að stemning sé fyrir alvöru breytingum í borgarstjórn. vísir/vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir ólíklegt að hann hefji formlegar viðræður um myndun meirihluta í borginni í dag. Hann kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins hittist í hádeginu. Segir Eyþór að það hafi verið bjart yfir fólki og góður andi í hópnum. Hafi hópurinn verið að fara yfir vinnulagið framundan. Enn eru óformlegar þreifingar í gangi á milli flokkanna sem hlutu brautargengi í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkur er stærsti flokkurinn í borgarstjórn með átta fulltrúa. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með sjö borgarfulltrúa en þriðji stærsti flokkurinn, Viðreisn, er í lykilstöðu um myndun meirihluta með sína tvo fulltrúa sem gætu bæði unnið til hægri og til vinstri.„Líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin“ Spurður beint að því hvort hann hafi heyrt í Samfylkingunni ítrekar Eyþór að hann vilji ekki tjá sig um hverja hann hefur hitt eða heyrt í að öðru leyti en því sem snýr að Sósíalistaflokknum.En má eiga von á því að þú farir í einhverjar formlegar viðræður í dag? „Mér finnst ólíklegt að það gerist í dag en ég held að stemningin sé fyrir því að það verði alvöru breytingar í borgarstjórn og mér finnst líklegra að við leiðum þetta heldur en gamla borgarstjórnin. Mér finnst það líklegt að við munum leiða nýja borgarstjórn, það er svona eðlileg niðurstaða,“ segir Eyþór.Ertu að segja þetta af því að þú ert stærsti flokkurinn eða með vísan í þau samtöl sem þú hefur átt við fulltrúa annarra flokka? „Bæði,“ svarar Eyþór. Aðspurður hvort hann sé tilbúinn að gefa eftir borgarstjórastólinn í samningaviðræðum segir Eyþór: „Nú hef ég heyrt á mönnum að þeir vilji ræða málefnin fyrst og ég held að það sé alveg rétt, þannig að menn fara fyrst að ræða málefnin áður en þeir fara að velta öðru fyrir sér. En hefðin hefur verið sú að sá er með stærsta flokkinn, ef við tökum Jón Gnarr 2010 og Dag fyrir fjórum, en núna erum við stærsti flokkurinn og lýðræðisleg niðurstaða kallar á það.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Erfitt fyrir Samfylkinguna að setja afarkosti Fráfarandi meirihluti Samfylkingar, VG og Pírata kappkostar að fá Viðreisn til fylgilags við sig á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er í þrengri stöðu við myndun meirihluta þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn. 28. maí 2018 06:00
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46