Handbolti

Oddaleikur um bronsið hjá Íslendingunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Kristjánsson hættir hjá Álaborg í sumar
Aron Kristjánsson hættir hjá Álaborg í sumar vísir/getty
Íslendingaliðið Álaborg tapaði fyrir GOG í öðrum leik úrslitarimmunnar um bronssætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Liðin áttust við öðru sinni í Álaborg og hafði GOG betur 37-31. Álaborg hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli GOG. Liðin munu því mætast í þriðja sinn á fimmtudag þar sem ræðst hver hreppir bronsið.

Janus Daði Smárason komst ekki á blað í leiknum og var Arnór Atlason ekki í leikmannahóp Álaborgar.

Aron Kristjánsson stýrði liði Álaborgar í næst síðasta sinn í dag en hann mun láta að störfum þegar þessu tímabili líkur. Arnór mun taka við starfi aðstoðarþjálfara á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×