Þórdís Bjarnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfesti í kvöld að endurtalningin hefði engu breytt um úrslitin. Byrjað var að telja aftur kl. 17 í dag.
Aðeins munaði fimm atkvæðum á því að annað hvort Samfylkingin eða Vinstri græn næðu að fella fimmta bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan þýðir að Vinstri græn ná engum manni inn í bæjarstjórn en flokkurinn var með einn bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.
![](https://www.visir.is/i/DCCA1B57F6D3434DFBF40457C0743ADE7D390A78426751680300F59F391F2E75_713x0.jpg)
Elva bendir á að árið 2014 hafi farið fram endurtalning í Hafnarfirði og þá hafi sextán atvkæði til Framsóknarflokksins fundist.
„Það er eðlilegt. Þetta er mannlegt og við erum fólk að telja. Okkur fannst nánast skylda að láta athuga þetta. Nú er bara komin niðurstaða og við unum við hana,“ segir Elva. „Þetta er pólitík.“