Hlynur stendur í vegi fyrir nýrri skólplögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Nágrannaerjur í miðborginni. Vísir/GVA „Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Ég gagnrýni það úrræðaleysi í kerfinu sem hefur einkennt allt þetta mál. Hjá borginni eru allir af vilja gerðir en segjast ekkert geta gert,“ segir Kristín Dýrfjörð, íbúi í Miðstræti 8a í miðborg Reykjavíkur. Sú staða er komin upp að íbúar í Miðstræti 8a og 8b þurfa að ráðast í dýrar og sértækar framkvæmdir til að finna lausn á frárennsli skólps þar sem nágrannar þeirra á Laufásvegi 7 heimila ekki að farið sé inn á þeirra lóð til endurnýjunar á bilaðri skólplögn. Forsaga málsins er sú að í mars síðastliðnum kom í ljós að lögnin sem liggur að hluta í gegnum lóðina Laufásveg 7 var farin að leka og barst skólpmengað vatn inn í nærliggjandi hús. Starfsmönnum Veitna tókst að stöðva lekann án þess að fara inn á lóð nágrannanna en eftir stendur að ráðast þarf í varanlega viðgerð. „Vandamálið er að þar sem ekkert deiliskipulag gildir fyrir svæðið þá eru engar kvaðir á lóðinni varðandi lagnir,“ segir Kristín. Hún bendir á að lóðir í miðbænum séu líka að miklu leyti eignarlóðir og réttur eigenda því mikill. „Okkur hefur verið bent á að við gætum hafið málaferli og byggt á hefðarrétti en slíkt tæki langan tíma og við viljum alls ekki bíða með lausn málsins. Það þarf því að breyta frárennslinu frá húsinu og gera breytingar á íbúðum, meðal annars brjóta þykkan hlaðinn steinvegg og fara í gegnum undirstöður hússins.“ Íbúar á Laufásvegi 7 voru tilbúnir að fallast á lausn í málinu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Lausnin fólst í því að grafnar yrðu tvær til þrjár holur og þess freistað að laga lögnina með því að tengja þar á milli. Kristín segir sum skilyrðanna hafa verið óásættanleg. Sigríður Harðardóttir, sem býr á Laufásvegi 7, segir að þrátt fyrir að rétturinn í málinu sé algjörlega þeirra hafi þau viljað rétta fram hjálparhönd en á hana hafi verið slegið. „Síðan kemur í ljós að til að laga lögnina þyrfti að grafa mjög nálægt stórum hundrað ára gömlum hlyn sem er á lóðinni okkar. Garðyrkjustjóri borgarinnar hefur metið það svo að það yrði ekki gert nema með því að skerða rætur trésins sem sé mjög varasamt.“ Sigríður bendir á að til sé lausn á málinu, svokölluð dælulausn, sem þegar hafi verið notuð í öðru húsi í Miðstræti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira