Framsókn á Ísafirði ræðir meirihluta með Sjálfstæðisflokki Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 13:04 Frá Ísafirði. vísir/einar Þrjú framboð voru í boði í Ísafjarðarbæ Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Í-listi sem var einn í meirihluta á síðasta kjörtímabili en hann er myndaður af fólki úr ólíkum áttum en þó meira á félagshyggju vængnum. Gísli Halldór Halldórsson var bæjarstjóri Í-listans. Í-listinn tapaði hins vegar fylgi í kosningunum á laugardag, fékk fjóra kjörna og missti meirihlutann. En níu sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá og Framsóknarflokkurinn tvo og því ræðst næsti meirihluti af því með hverjum framsóknarmenn vilja vinna. Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti framsóknarmanna í bænum segir að ákveðið hafi verið í morgun að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Já við ætlum að hefja viðræður við D-lista Sjálfstæðisflokks. Það var ákveðið á fundi hjá okkur að fara þá leiðina.”Er einhver ein ástæða fyrir að þið ákveðið það í stað þess að ræða við Í-listann? „Það er ekki mikill málefnaágreiningur á milli þessara lista en þetta var bara niðurstaðan. Þetta er mjög álíka og þess vegna tókum við þennan tíma sem við erum búin að taka. Vegna þess að það er ekki margt sem greinir á milli,” segir Marzellíus. Hins vegar telji hann að það hafi verið ákall um breytingar í kosningunum um helgina. Marzellíus segir meirihlutaviðræðurnar ekki þurfa að taka langan tíma. „Þær gætu orðið stuttar. En við ætlum að halda fund í kvöld og maður getur metið stöðuna betur eftir fyrsta fundinn,” segir Marzellíus Sveinbjörnsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Þrjú framboð voru í boði í Ísafjarðarbæ Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Í-listi sem var einn í meirihluta á síðasta kjörtímabili en hann er myndaður af fólki úr ólíkum áttum en þó meira á félagshyggju vængnum. Gísli Halldór Halldórsson var bæjarstjóri Í-listans. Í-listinn tapaði hins vegar fylgi í kosningunum á laugardag, fékk fjóra kjörna og missti meirihlutann. En níu sitja í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá og Framsóknarflokkurinn tvo og því ræðst næsti meirihluti af því með hverjum framsóknarmenn vilja vinna. Marzellíus Sveinbjörnsson oddviti framsóknarmanna í bænum segir að ákveðið hafi verið í morgun að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. „Já við ætlum að hefja viðræður við D-lista Sjálfstæðisflokks. Það var ákveðið á fundi hjá okkur að fara þá leiðina.”Er einhver ein ástæða fyrir að þið ákveðið það í stað þess að ræða við Í-listann? „Það er ekki mikill málefnaágreiningur á milli þessara lista en þetta var bara niðurstaðan. Þetta er mjög álíka og þess vegna tókum við þennan tíma sem við erum búin að taka. Vegna þess að það er ekki margt sem greinir á milli,” segir Marzellíus. Hins vegar telji hann að það hafi verið ákall um breytingar í kosningunum um helgina. Marzellíus segir meirihlutaviðræðurnar ekki þurfa að taka langan tíma. „Þær gætu orðið stuttar. En við ætlum að halda fund í kvöld og maður getur metið stöðuna betur eftir fyrsta fundinn,” segir Marzellíus Sveinbjörnsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58 Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Lokatölur frá Ísafirði: Eitt prósentustig kostar Í-listann meirihlutann Framsóknarflokkurinn bætir við sig manni á kostnað Í-listans. 27. maí 2018 01:58
Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra. 28. maí 2018 20:30