FRÍSK hefur fengið lagt lögbann á IPTV Iceland Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 16:17 IPTV Iceland hefur meðal annars selt aðgang að ensku deildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. vísir/getty Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Að gefnu tilefni er rétt að árétta að greinin birtist í maí 2018. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndiðnaði, í umboði Sýnar hf. hefur fengið lagt á lögbann gagnvart forsvarsmanni IPTV Iceland, sem bæði veitir eða selur aðgang að sjónvarpsútsendingum, þ.m.t. hljóð- og myndefni, sem og dagskrá þar sem sýnt er meðal annars frá knattspyrnuleikjum í ensku úrvalsdeildinni sem Sýn á einkaréttinn á til sýningar á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍSK en þar segir að IPTV Iceland selji viðskiptavinum sínum aðgang að svokölluðu „netsjónvarpi“ sem inniheldur aðgang að útsendingum hundruð sjónvarpsstöðva, auk aðgangs að kvikmyndum sem horfa má á samkvæmt pöntun. Á öllum þeim sjónvarpsrásum er sýnt sjónvarpsefni sem verndað er af höfundarrétti og reglum höfundalaga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Þar segir enn fremur að IPTV Iceland hafi ekki aflað sér heimildar frá rétthöfum til sýningar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna, hvorki frá sjónvarpsstöðvunum sjálfum, né frá rétthöfum og eigendum höfundarréttinda að einstökum dagskrárliðum. Þær sjónvarpsstöðvar hafa þar að auki hvorki vilja né heimildir frá rétthöfum þess myndefnis sem þar er sýnt, til að sýna umrætt efni hér á landi. Háttsemin er sögð brjóta gegn fjölmörgum ákvæðum höfundalaga, auk annarra laga. Þess var krafist að fyrirsvarsmaður IPTV Iceland yrði í öllum skilningi gert að hætta að dreifa og gera aðgengilegt höfundarvarið sjónvarpsefni, þar meða talið útsendingar og dagskrárgerð sem tengist ensku úrvalsdeildinni. Sýslumaður tók undir þær kröfur og lagði lögbann við starfseminni. „Við erum að sjá aukið framboð á svokölluðu netsjónvarpi þar sem íslenskir aðilar bjóða erlendar sjónvarpsstöðvar, myndefni eftir pöntun og íþróttaviðburði. Við höfum sett okkur í samband við flesta þessa aðila og hafði eigandi IPTV Iceland ekki orðið við beiðni rétthafa um að hætta starfsemi sinni og loka fyrir aðgang viðskiptamanna sinna að því hljóð- og myndefni sem hann miðlar til þeirra. Hafði FRÍSK með umboði Sýnar hf. því aðeins þann kost að grípa til lögbannsaðgerða til að vernda hagsmuni félagsmanna sinna.“ er haft eftir Hallgrími Kristinssyni, formanni FRÍSK. „Það má því búast við fleiri svona aðgerðum á næstunni ef aðrir láta ekki af sömu iðju“ segir Hallgrímur að lokum. Íslenskir rétthafar tapa um 1.1 milljarði á ársgrundvelli vegna ólöglegs streymis og niðurhals, að því er fram kemur í tilkynningunni. Greinin skapar þúsundir starfa og samanlagt renna um 12 milljarðar króna til hins opinbera vegna iðnaðarins. Verður leitað staðfestingar á lögbanninu fyrir dómstólum, auk þess sem krafist verður viðurkenningar á skaðabótaábyrgð viðkomandi aðila. Þá verður háttsemi fyrirsvarsmanns einnig kærð til lögreglu von bráðar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun