Handbolti

Tandri Már meistari í Danmörku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tandri og félagar fagna fyrr á tímabilinu.
Tandri og félagar fagna fyrr á tímabilinu. vísir/afp
Tandri Már Konráðsson er danskur meistari í handbolta eftir sigur Skjern á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitaleik um titilinn í kvöld. Leikurinn fór 27-26 fyrir Skjern.

Tandri Már komst ekki á blað í kvöld en hann spilar aðallega vörn og er þar mikilvægur hlekkur.

Skjern varð með titlinum danskur meistari í annað sinn í sögunni en Aron Kristjánsson stýrði liðinu til síns fyrsta titils árið 1999.

Anders Eggert var markahæstur í liði Skjern í kvöld með 10 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×