Brauð oftar í ruslið því svínabú vilja það ekki Grétar Þór Sigurðsson skrifar 10. maí 2018 09:30 Svona litu gámar Kornsins við Hjallabrekku út á sunnudag. Vísir/Eyþór Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira