Handbolti

Álaborg tapaði fyrsta leik undanúrslitanna

Einar Sigurvinsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. vísir/getty
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Álaborg töpuðu fyrir Bjerringbro-Silkeborg í undanúrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn í dag. Leiknum lauk með átta marka sigri Bjerringbro, 28-20. Bjerringbro eru með sigrinum komnir 1-0 yfir í einvíginu en fyrsta liðið til að ná þremur sigrum fer í úrslitaeinvígið.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Álaborg og gaf fjórar stoðsendingar.

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiksins tók Bjerringbro forystuna og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Í seinni hálfleik hélt lið Bjerringbro áfram þar sem frá var horfið og vann að lokum öruggan átta marka sigur.

Næsti leikur liðanna fer fram í Álaborg á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×